20 Benz EQC bílar innkallaðir á Íslandi 31. október 2019 07:00 Samkvæmt vefmiðlinum Autoblog hefur Mercedes-Benz hafið innköllun á EQC rafbílnum vegna gallaðs bolta í mismunadrifi í framöxli. „Daimler AG hefur komist að þeirri niðurstöðu að á sumum EQC bílum geti bolti í mismunadrifi framöxuls hugsanlega ekki staðist kröfur um endingu. Þess vegna er ekki hægt að koma alveg í veg fyrir að boltinn geti brotnað á líftíma bílsins,“ segir í tilkynningu frá framleiðandanum. „Gallinn gæti haft áhrif á snúningsvægi til framöxuls sem leitt gæti til þess að bíllinn stöðvist skyndilega, og gæti haft áhrif á stjórnum ökutækisins, sem leitt gæti til slyss,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þýska viðskiptablaðið Kfz Betrieb sem sagði fyrst frá innkölluninni segir að 1.700 EQC bílar hafi verið innkallaðir, þótt Daimler vilji ekki gefa upp hversu margir þeir eru. Alls munu 20 bílar á Íslandi verða innkallaðir vegna gallans. Að sögn Jónasar Kára Eiríkssonar, vörumerkjastjóra Mercedes á Íslandi, er verið að bíða eftir varahlutum svo hægt sé að hefja innköllunina. „Tilkynning verður send eigendum og auðvitað Neytendastofu tilkynnt um málið. Engin atvik hafa komið upp varðandi þennan galla, en þetta kom upp í gæðaeftirliti framleiðanda,“ sagði Jónas enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent
Samkvæmt vefmiðlinum Autoblog hefur Mercedes-Benz hafið innköllun á EQC rafbílnum vegna gallaðs bolta í mismunadrifi í framöxli. „Daimler AG hefur komist að þeirri niðurstöðu að á sumum EQC bílum geti bolti í mismunadrifi framöxuls hugsanlega ekki staðist kröfur um endingu. Þess vegna er ekki hægt að koma alveg í veg fyrir að boltinn geti brotnað á líftíma bílsins,“ segir í tilkynningu frá framleiðandanum. „Gallinn gæti haft áhrif á snúningsvægi til framöxuls sem leitt gæti til þess að bíllinn stöðvist skyndilega, og gæti haft áhrif á stjórnum ökutækisins, sem leitt gæti til slyss,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Þýska viðskiptablaðið Kfz Betrieb sem sagði fyrst frá innkölluninni segir að 1.700 EQC bílar hafi verið innkallaðir, þótt Daimler vilji ekki gefa upp hversu margir þeir eru. Alls munu 20 bílar á Íslandi verða innkallaðir vegna gallans. Að sögn Jónasar Kára Eiríkssonar, vörumerkjastjóra Mercedes á Íslandi, er verið að bíða eftir varahlutum svo hægt sé að hefja innköllunina. „Tilkynning verður send eigendum og auðvitað Neytendastofu tilkynnt um málið. Engin atvik hafa komið upp varðandi þennan galla, en þetta kom upp í gæðaeftirliti framleiðanda,“ sagði Jónas enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent