Áttunda kynslóð VW Golf frumsýnd í Wolfsburg Njáll Gunnlaugsson skrifar 31. október 2019 07:30 Mesta útlitsbreytingin er á framendanum þar sem lægra húdd gerir nýju díóðuljósin þynnri. VW frumsýndi nýja kynslóð VW Golf í síðustu viku í höfuðstöðvum sínum í Wolfsburg og þó að útlit bílsins sé engin bylting segja hönnuðir VW að upplýsingakerfi bílsins sé það og meira til. Mælaborðið er nú að mestu leyti stafrænt sem er óvanalegt í þessum stærðarflokki. Volkswagen hefur sterkar stoðir í þessum bíl því að Golf er söluhæsti bíll Evrópu og hefur verið í fararbroddi í fjóra áratugi og selst í meira en 35 milljónum eintaka. Bíllinn kemur á markað í Evrópu í desember en á Íslandi á nýju ári. „Við fáum fyrst beinskiptu bílana upp úr áramótum en aðalsölubíllinn okkar verður auðvitað sjálfskipti 150 hestafla bíllinn í mildri tvinnútgáfu, en hann er væntanlegur með vorinu,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, vörumerkjastjóri Volkswagen, í viðtali við Fréttablaðið. „Sambærilegir bílar verða á svipuðum verðum milli kynslóða en þessar mildari tvinnútgáfur hækka bílinn örlítið í verði. Tengiltvinnútgáfurnar tvær verða svo kynntar næsta haust,“ segir Jóhann enn fremur. Nýja mælaborðið í Golf er nánast alveg stafrænt og gildir einu hvort um skjái eða takka er að ræða. Skjáir eru snertiskjáir og takkar með snertivirkni. Í mælaborðinu er innbyggt mótald sem tengir hann við höfuðstöðvar Volkswagen svo hægt verður að senda hugbúnaðaruppfærslur gegnum netið. Einnig gefur þetta möguleika fyrir eigendur bílanna að tengjast þeim í gegnum síma sína svo hægt er að sjá til dæmis hvort kveikt sé á ljósum.Byltingin er innandyra í nýjum Golf með nýjum 10 tommu upplýsingaskjá og nú þarf ekki lengur að tengja til að Apple Carplay virki.Mynd/ VW NewsroomSjálfvirkni í akstri nær nýjum hæðum hjá VW í nýjum Golf, en hann er fyrsti bíllinn frá framleiðandanum með Car2X samskiptabúnaðinum sem varað getur ökumann við hugsanlegri hættu sé hinn bíllinn búinn slíkum búnaði. Þar sem að VW Golf er vinsælasti bill Evrópu er ekkert skrýtið að VW velji Golf til að kynna þennan nýja búnað. VW Golf er einnig hálfsjálfkeyrandi eins og það er kallað, en hann getur stýrt, aukið og minnkað hraða á þjóðvegi á allt að 210 km hraða, en ökumaður verður þó að hafa aðra hönd á stýri á meðan. Þeir sem eru svo heppnir að eiga Samsung síma munu geta opnað bílinn með símanum og loks er Alexa, hjálparhellan frá Amazon, innbyggð í nýja Golfinn. Í nýjum Golf verður hægt að velja um fimm tvinnútgáfur. Þrjár þeirra eru svokallaðar mildari tvinnútgáfur með 48V rafkerfi, beltaknúnum startara og 48V litíumrafgeymi. Þær gerðir kallast eTSI og verða með 110, 130 og 150 hestafla bensínvélum. Einnig verða nú tvær tengiltvinnútgáfur í boði, önnur samtals 204 hestöfl en GTE útgáfan er nú 245 hestöfl. Ný 13 kílóvattstunda rafhlaða er með meira drægi eða 60 km. Vélarútgáfur verða fimm samtals, tvær þriggja strokka bensínvélar, 90 og 110 hestöfl, tvær fjögurra strokka dísilvélar sem skila 115 og 150 hestöflum og loks ein metanútgáfa sem er 130 hestöfl. Að sögn tæknimanna Volkswagen hefur tekist að minnka mengun vélanna talsvert og þá sérstaklega dísilvélanna sem blása út 80% minna nituroxíði en áður. Einnig hefur eyðsla dísilvélanna minnkað um 17% miðað við fyrri kynslóð. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent
VW frumsýndi nýja kynslóð VW Golf í síðustu viku í höfuðstöðvum sínum í Wolfsburg og þó að útlit bílsins sé engin bylting segja hönnuðir VW að upplýsingakerfi bílsins sé það og meira til. Mælaborðið er nú að mestu leyti stafrænt sem er óvanalegt í þessum stærðarflokki. Volkswagen hefur sterkar stoðir í þessum bíl því að Golf er söluhæsti bíll Evrópu og hefur verið í fararbroddi í fjóra áratugi og selst í meira en 35 milljónum eintaka. Bíllinn kemur á markað í Evrópu í desember en á Íslandi á nýju ári. „Við fáum fyrst beinskiptu bílana upp úr áramótum en aðalsölubíllinn okkar verður auðvitað sjálfskipti 150 hestafla bíllinn í mildri tvinnútgáfu, en hann er væntanlegur með vorinu,“ segir Jóhann Ingi Magnússon, vörumerkjastjóri Volkswagen, í viðtali við Fréttablaðið. „Sambærilegir bílar verða á svipuðum verðum milli kynslóða en þessar mildari tvinnútgáfur hækka bílinn örlítið í verði. Tengiltvinnútgáfurnar tvær verða svo kynntar næsta haust,“ segir Jóhann enn fremur. Nýja mælaborðið í Golf er nánast alveg stafrænt og gildir einu hvort um skjái eða takka er að ræða. Skjáir eru snertiskjáir og takkar með snertivirkni. Í mælaborðinu er innbyggt mótald sem tengir hann við höfuðstöðvar Volkswagen svo hægt verður að senda hugbúnaðaruppfærslur gegnum netið. Einnig gefur þetta möguleika fyrir eigendur bílanna að tengjast þeim í gegnum síma sína svo hægt er að sjá til dæmis hvort kveikt sé á ljósum.Byltingin er innandyra í nýjum Golf með nýjum 10 tommu upplýsingaskjá og nú þarf ekki lengur að tengja til að Apple Carplay virki.Mynd/ VW NewsroomSjálfvirkni í akstri nær nýjum hæðum hjá VW í nýjum Golf, en hann er fyrsti bíllinn frá framleiðandanum með Car2X samskiptabúnaðinum sem varað getur ökumann við hugsanlegri hættu sé hinn bíllinn búinn slíkum búnaði. Þar sem að VW Golf er vinsælasti bill Evrópu er ekkert skrýtið að VW velji Golf til að kynna þennan nýja búnað. VW Golf er einnig hálfsjálfkeyrandi eins og það er kallað, en hann getur stýrt, aukið og minnkað hraða á þjóðvegi á allt að 210 km hraða, en ökumaður verður þó að hafa aðra hönd á stýri á meðan. Þeir sem eru svo heppnir að eiga Samsung síma munu geta opnað bílinn með símanum og loks er Alexa, hjálparhellan frá Amazon, innbyggð í nýja Golfinn. Í nýjum Golf verður hægt að velja um fimm tvinnútgáfur. Þrjár þeirra eru svokallaðar mildari tvinnútgáfur með 48V rafkerfi, beltaknúnum startara og 48V litíumrafgeymi. Þær gerðir kallast eTSI og verða með 110, 130 og 150 hestafla bensínvélum. Einnig verða nú tvær tengiltvinnútgáfur í boði, önnur samtals 204 hestöfl en GTE útgáfan er nú 245 hestöfl. Ný 13 kílóvattstunda rafhlaða er með meira drægi eða 60 km. Vélarútgáfur verða fimm samtals, tvær þriggja strokka bensínvélar, 90 og 110 hestöfl, tvær fjögurra strokka dísilvélar sem skila 115 og 150 hestöflum og loks ein metanútgáfa sem er 130 hestöfl. Að sögn tæknimanna Volkswagen hefur tekist að minnka mengun vélanna talsvert og þá sérstaklega dísilvélanna sem blása út 80% minna nituroxíði en áður. Einnig hefur eyðsla dísilvélanna minnkað um 17% miðað við fyrri kynslóð.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent