Fótbolti

Mbappé heldur áfram að slá met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bestur í heimi?
Bestur í heimi? Vísir/Getty
Frakkinn Kylian Mbappé hefur nú þegar skráð sig í sögubækurnar og gerði um betur í gær þegar hann skoraði þrennu í 5-0 sigri PSG á Club Brugge í Meistaradeild Evrópu.

Mbappé varð um leið yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að koma inn af varamannabekknum og skora þrennu. Þá er hann yngsti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 15 mörk en Lionel nokkur Messi, leikmaður Barcelona, átti metið á undan Mbappé. 

Hvort Messi sé sama um að eiga metið ekki lengur verður ósagt látið en það má fullyrða að Messi sé ekki sama að sá franski sé nú þegar búinn að vinna heimsmeistarakeppnina einu sinni á ferlinum, ekki orðinn 21 árs gamall.


Tengdar fréttir

Rauða stjarnan réð ekkert við Tottenham | Bayern í basli í Grikklandi

Tottenham Hotspur svaraði fyrir sig eftir skelfilegt tap gegn Bayern Munich í síðustu umferð Meistaradeildarinnar. Þá tapaði liðið 7-2 gegn þýsku meisturunum en í kvöld lagði liðið Rauðu Stjörnuna frá Serbíu örugglega í London, lokatölur 5-0 Tottenham í vil. Þá vann Bayern Munich 3-2 sigur á Olympiacos í Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×