Sykur eignast ungling Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 25. október 2019 06:00 Hljómsveitina skipa Kristján Eldjárn, Agnes Björt Andradóttir, Stefán Finnbogason og Halldór Eldjárn. SAGA SIG Á miðnætti kom út nýjasta plata hljómsveitarinnar Sykurs. Hún ber nafnið JÁTAKK, sem á vel við, þar sem aðdáendur sveitarinnar hafa þurft að bíða í heil átta ár eftir nýrri plötu. Síðast kom út platan Mesópótamía en hún sló rækilega í gegn og innihélt meðal annars slagarann Reykjavík.Byrjuðu upp á nýtt Hljómsveitin hefur verið dugleg að koma fram á þessum átta árum. „Við höf um alltaf verið að spila því það er eitthvað sem okkur finnst einfaldlega svo skemmtilegt. Það er svo gaman að vera í hljómsveit og koma fram. Mörg af okkar lögum urðu líka til þegar við vorum að spila. Ætli helmingur sé ekki lög sem fólk hefur mögulega heyrt áður, hafi það séð okkur spila,“ segir Agnes Björt Andradóttir, söngkona sveitarinnar. Hún segir þó öllu meiri dulúð svífa yfir vötnum þegar kemur að restinni af lögunum. „Það eru lög sem við höfum aldrei spilað opinberlega. Þetta er mjög falleg tónlist, þótt ég segi sjálf frá. Þetta er tónlist sem stendur okkur nærri.“ Hljómsveitin fylgdi Mesópótamíu eftir bæði hérlendis og erlendis. Agnes segir sveitina svo hafa verið komna langleiðina með næstu plötu, en örlög hennar urðu önnur en JÁTAKK. „Hún lenti svo bara í ruslinu. Við vorum ekki að tengjast henni nógu mikið né nógu ánægð með hana, svo við byrjuðum hreinlega alveg upp á nýtt. Þannig að tæknilega séð er þetta fjórða platan okkar þótt þetta sé sú þriðja sem kemur út, þriðja lenti bara í ruslinu.“Plötuumslagið málaði myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson.Eins og að eignast ungling Hún segir þá plötu ekki formlega hafa verið komna með nafn. „Jú, kannski NEITAKK! Nei, en að öllu gríni slepptu þá er það mikill léttir að þessi plata sé komin út. Við höfum lengi verið að spila sum lögin á henni og því lengi verið með þetta í maganum. Átta ár er langur tími, þannig að þetta er smá eins og að eignast ungling.“ Sykur fer um víðan völl í tónlistinni á nýju plötunni, en sveitin hefur hingað til fyrst og fremst verið þekkt sem danshljómsveit. „Það er algjörlega samhljómur á henni en við erum undir áhrifum margra mismunandi stefna. Það eru poppdanslög sem fólk tengir mest við hljómsveitina en svo eru líka þynnku kósílög, pönk og f leira. Það er mikið í gangi á þessari plötu.“Með bjór í vasanum Hún segir þó alls ekkert stefnuleysi ríkja á plötunni heldur sé þetta meira eins og bland í poka, aðdáendur fá sitt lítið af hverju ásamt því að kynnast nýrri hlið á hljómsveitinni. En hvaðan kom nafnið JÁTAKK? „Þetta er eitthvað sem við djókum mikið með. Við erum alltaf að segja þetta, ef við erum að fara eitthvert eða gera eitthvað. Við reynum að segja setningar í eins fáum orðum og við getum. Eins og bjórívas. Það varð til á tónleikaferðalagi erlendis þegar við vorum með bjór í vasanum, maður varð alltaf að vera með bjór í vasanum annars var maður NEITAKK. Mjög mikill einkahúmor,“ segir Agnes hlæjandi og heldur svo áfram: „En annars var kominn tími á að gefa út og JÁTAKK virkaði bara svo ótrúlega vel.“ Lagið Svefneyjar stendur Agnesi nærri, en hún segir að margir gætu túlkað það sem ástarlag, sem það sé ekki. „Lagið fjallar um dulúð, sem er eitthvað sem ég tengi mikið við. Þessi íslenska dulúð sem við höfum fram yfir aðrar þjóðir. Huldufólk og grjót. Það myndu allir halda að þetta væri ástarlag, en ég vil ekki segja of mikið.“ Sykur kemur næst fram utandagskrár á Airwaves á Slippbarnum þann 7. nóvember og svo á sjálfri hátíðinni. Plötuna JÁTAKK er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Á miðnætti kom út nýjasta plata hljómsveitarinnar Sykurs. Hún ber nafnið JÁTAKK, sem á vel við, þar sem aðdáendur sveitarinnar hafa þurft að bíða í heil átta ár eftir nýrri plötu. Síðast kom út platan Mesópótamía en hún sló rækilega í gegn og innihélt meðal annars slagarann Reykjavík.Byrjuðu upp á nýtt Hljómsveitin hefur verið dugleg að koma fram á þessum átta árum. „Við höf um alltaf verið að spila því það er eitthvað sem okkur finnst einfaldlega svo skemmtilegt. Það er svo gaman að vera í hljómsveit og koma fram. Mörg af okkar lögum urðu líka til þegar við vorum að spila. Ætli helmingur sé ekki lög sem fólk hefur mögulega heyrt áður, hafi það séð okkur spila,“ segir Agnes Björt Andradóttir, söngkona sveitarinnar. Hún segir þó öllu meiri dulúð svífa yfir vötnum þegar kemur að restinni af lögunum. „Það eru lög sem við höfum aldrei spilað opinberlega. Þetta er mjög falleg tónlist, þótt ég segi sjálf frá. Þetta er tónlist sem stendur okkur nærri.“ Hljómsveitin fylgdi Mesópótamíu eftir bæði hérlendis og erlendis. Agnes segir sveitina svo hafa verið komna langleiðina með næstu plötu, en örlög hennar urðu önnur en JÁTAKK. „Hún lenti svo bara í ruslinu. Við vorum ekki að tengjast henni nógu mikið né nógu ánægð með hana, svo við byrjuðum hreinlega alveg upp á nýtt. Þannig að tæknilega séð er þetta fjórða platan okkar þótt þetta sé sú þriðja sem kemur út, þriðja lenti bara í ruslinu.“Plötuumslagið málaði myndlistarmaðurinn Þrándur Þórarinsson.Eins og að eignast ungling Hún segir þá plötu ekki formlega hafa verið komna með nafn. „Jú, kannski NEITAKK! Nei, en að öllu gríni slepptu þá er það mikill léttir að þessi plata sé komin út. Við höfum lengi verið að spila sum lögin á henni og því lengi verið með þetta í maganum. Átta ár er langur tími, þannig að þetta er smá eins og að eignast ungling.“ Sykur fer um víðan völl í tónlistinni á nýju plötunni, en sveitin hefur hingað til fyrst og fremst verið þekkt sem danshljómsveit. „Það er algjörlega samhljómur á henni en við erum undir áhrifum margra mismunandi stefna. Það eru poppdanslög sem fólk tengir mest við hljómsveitina en svo eru líka þynnku kósílög, pönk og f leira. Það er mikið í gangi á þessari plötu.“Með bjór í vasanum Hún segir þó alls ekkert stefnuleysi ríkja á plötunni heldur sé þetta meira eins og bland í poka, aðdáendur fá sitt lítið af hverju ásamt því að kynnast nýrri hlið á hljómsveitinni. En hvaðan kom nafnið JÁTAKK? „Þetta er eitthvað sem við djókum mikið með. Við erum alltaf að segja þetta, ef við erum að fara eitthvert eða gera eitthvað. Við reynum að segja setningar í eins fáum orðum og við getum. Eins og bjórívas. Það varð til á tónleikaferðalagi erlendis þegar við vorum með bjór í vasanum, maður varð alltaf að vera með bjór í vasanum annars var maður NEITAKK. Mjög mikill einkahúmor,“ segir Agnes hlæjandi og heldur svo áfram: „En annars var kominn tími á að gefa út og JÁTAKK virkaði bara svo ótrúlega vel.“ Lagið Svefneyjar stendur Agnesi nærri, en hún segir að margir gætu túlkað það sem ástarlag, sem það sé ekki. „Lagið fjallar um dulúð, sem er eitthvað sem ég tengi mikið við. Þessi íslenska dulúð sem við höfum fram yfir aðrar þjóðir. Huldufólk og grjót. Það myndu allir halda að þetta væri ástarlag, en ég vil ekki segja of mikið.“ Sykur kemur næst fram utandagskrár á Airwaves á Slippbarnum þann 7. nóvember og svo á sjálfri hátíðinni. Plötuna JÁTAKK er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira