Landhraðametsbíllinn Blóðhundur við prófanir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. október 2019 14:00 Blóðhundurinn í gömlum litum. Nýjustu litasamsetninguna má sjá í myndbandinu. Getty Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. Markmið Blóðhundsins er að ná nýju landhraðameti. Núverandi met er 1227,98 km/klst. En bein atlaga að því verður ekki á dagskrá á fyrr en eftir um 12 til 18 mánuði. Þetta er allt hluti af áætluninni samkvæmt mark Chapman, yfirverkfræðingi verkefnisins. „Þegar við prófuðum í Newquay í lok árs 2017, þá var þetta spurning um að koma bílnum af stað, í Suður Afríku er þetta allt spurning um að stöðva hann, komast á ákveðinn hraða og prófa kerfin, lofthemlun, bremsur og fallhlífar, allt það sem hægir á bílnum, sagði Chapman í samtali við Top Gear. Á næstu vikum er ætlunin að ná yfir 804 km/klst, til gagnaöflunar. Eins er ætlunin að fínpússa verkelga hluti eins og hvernig teymið í kringum bílinn virkar í eyðimörkinni.„500 mph [804 km/klst] er áhugaverður hraði, því þá fer ýmislegt að gerast. Sem dæmi virkar stýrði sem stýri upp að 400mph [644 km/klst] en yfir það virkar stýrið sem bátastýri,“ sagði Chapman. Teymið er einnig meðvitað um hætturnar sem fylgja þessum hraða. Í ágúst lést ökumaðurinn Jessi Combs þegar American Eagle einnig er sérsmíðaður landhraðametsbíll skemmdist þegar óhapp varð við prófanir. Bílar Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent
Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. Markmið Blóðhundsins er að ná nýju landhraðameti. Núverandi met er 1227,98 km/klst. En bein atlaga að því verður ekki á dagskrá á fyrr en eftir um 12 til 18 mánuði. Þetta er allt hluti af áætluninni samkvæmt mark Chapman, yfirverkfræðingi verkefnisins. „Þegar við prófuðum í Newquay í lok árs 2017, þá var þetta spurning um að koma bílnum af stað, í Suður Afríku er þetta allt spurning um að stöðva hann, komast á ákveðinn hraða og prófa kerfin, lofthemlun, bremsur og fallhlífar, allt það sem hægir á bílnum, sagði Chapman í samtali við Top Gear. Á næstu vikum er ætlunin að ná yfir 804 km/klst, til gagnaöflunar. Eins er ætlunin að fínpússa verkelga hluti eins og hvernig teymið í kringum bílinn virkar í eyðimörkinni.„500 mph [804 km/klst] er áhugaverður hraði, því þá fer ýmislegt að gerast. Sem dæmi virkar stýrði sem stýri upp að 400mph [644 km/klst] en yfir það virkar stýrið sem bátastýri,“ sagði Chapman. Teymið er einnig meðvitað um hætturnar sem fylgja þessum hraða. Í ágúst lést ökumaðurinn Jessi Combs þegar American Eagle einnig er sérsmíðaður landhraðametsbíll skemmdist þegar óhapp varð við prófanir.
Bílar Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent