Enski boltinn

Lingard tapaði á fatalínunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lingard er oft og iðulega gagnrýndur fyrir að einbeita sér ekki nógu mikið að fótboltanum.
Lingard er oft og iðulega gagnrýndur fyrir að einbeita sér ekki nógu mikið að fótboltanum. vísir/getty
Rekstur JLingz, fatalínu Jesses Lingard, leikmanns Manchester United, gengur ekki sem skyldi. Á fyrsta rekstrarárinu tapaði hún rúmlega 200.000 pundum.

Fyrirtækið var stofnað í fyrra. Opnunarpartíið var haldið í desember á síðasta ári þar sem mikið var um dýrðir.

Rekstur fatalínunnar hefur þó ekki gengið vel og er kannski í takti við frammistöðu Lingards inni á vellinum.

Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir slaka spilamennsku að undanförnu og fyrir að vera ekki með fótboltann í fyrsta sæti.

Lingard hefur leikið ellefu leiki með United í öllum keppnum í vetur en ekki enn skorað mark. Hann hefur alls leikið 178 leiki fyrir United og skorað 29 mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×