Toyota staðfestir loksins áætlanir um rafbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. október 2019 14:00 Hugmyndir Toyota um rafbíla í sínum flota. Toyota Toyota og Lexus munu setja á markað þrjá nýja hreina rafbíla á næstu þremur árum. Toyota hefur verið lengi á rafbílavagninn. Þetta staðfesti framleiðandinn. Toyota var frumkvöðull þegar kom að tvinnbílum. Toyota kynnti fyrstu hybrid vélina í Prius 1997. Toyota hefur ekki tekið mikinn þátt í tengil-tvinnbíla væðigunni, þó Prius komi í þeirri útfærslu. Hreinn rafbíll frá Toyota hefur ekki verið á borðinu þangað til núna.Mynd frá því Toyota kynnti fyrsta Prius-inn.Getty„Við höfum tæknina. Við erum að bíða eftir réttum tíma. Þetta þarf að ganga upp viðskiptalega. Það þarf að vera framlegð af þessu. Ef horft er á staðreyndirnar varðandi það sem er að gerast á markaðnum núna, sem dæmi er tengil-tvinn tæknin greinanleg í verðum bíla. Ef við ætlum að hafa rafbíl í vöruframboði okkar þá verður hann að vera á ákjósanlegu verði fyrir venjulega notendur,“ sagði Naohisa Hatta, aðstoðar yfirverkfræðingur hjá Toyota. Hulunni verður svipt af hugmynda-rafbílum í næstu viku á bílasýningunni í Tókýó. Þeir gefa líklega tóninn fyrir hina raunverulega bíla sem Toyota ætlar að framleiða og setja í sölu á næstu tveimur árum. Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent
Toyota og Lexus munu setja á markað þrjá nýja hreina rafbíla á næstu þremur árum. Toyota hefur verið lengi á rafbílavagninn. Þetta staðfesti framleiðandinn. Toyota var frumkvöðull þegar kom að tvinnbílum. Toyota kynnti fyrstu hybrid vélina í Prius 1997. Toyota hefur ekki tekið mikinn þátt í tengil-tvinnbíla væðigunni, þó Prius komi í þeirri útfærslu. Hreinn rafbíll frá Toyota hefur ekki verið á borðinu þangað til núna.Mynd frá því Toyota kynnti fyrsta Prius-inn.Getty„Við höfum tæknina. Við erum að bíða eftir réttum tíma. Þetta þarf að ganga upp viðskiptalega. Það þarf að vera framlegð af þessu. Ef horft er á staðreyndirnar varðandi það sem er að gerast á markaðnum núna, sem dæmi er tengil-tvinn tæknin greinanleg í verðum bíla. Ef við ætlum að hafa rafbíl í vöruframboði okkar þá verður hann að vera á ákjósanlegu verði fyrir venjulega notendur,“ sagði Naohisa Hatta, aðstoðar yfirverkfræðingur hjá Toyota. Hulunni verður svipt af hugmynda-rafbílum í næstu viku á bílasýningunni í Tókýó. Þeir gefa líklega tóninn fyrir hina raunverulega bíla sem Toyota ætlar að framleiða og setja í sölu á næstu tveimur árum.
Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent