Styttist í rjúpnaveiðina Karl Lúðvíksson skrifar 16. október 2019 08:21 Rjúpnaveiðiin hefst 1. nóvember Það er magnað að vera veiðimaður á Íslandi því veiði á eini tegund er varla lokið þegar veiði á þeirri næstu hefst. Það er ennþá verið að veiða lax og sjóbirting, í fuglum er verið að veiða önd og gæs og það styttist hratt í að veiðitímabilið fyrir rjúpuna hefjist. Sú breyting hefur verið sett á tímabilið sem nær frá 1. nóvember til 30. nóvember að nú má veiða frá og með föstudegi til og með þriðjudags í hverri viku en þetta er breyting sem rjúpnaveiðimenn fagna. Galma kerfið með föstudaga til sunnudags gerði það að verkum að skyttur voru að hætta sér út í oft leiðinlegu veðri sem og að álag á sumum svæðum gat orðið ansi mikið á laugardögum og sunnudögum. Þessar fimm daga "helgar" gera það að verkum að álagið dreifist og líkurnar á því að skyttur fari á fjöll og heiðar í leiðinlegu veðri ættu ekki að vera til staðar. Þær fréttir sem við höfum heyrt af rjúpum t.d. frá þeim sem voru við smölun er að víða um land hefur sést mikið af rjúpu og helst finnst mönnum stofninn hafa bætt við sig á norðaustur og austurlandi. Það má því reikna með að skyttur noti þessar löngu helgar vel til að ferðast lengra út á land til veiða. Rjúpnaveiðimenn eru minntir á að ennþá er í gildi sölubann á rjúpum og af gefnu tilefni eru veiðimenn að sama skapi hvattir til að veiða ekki meira en þeir þurfa. Fyrst það tókst að breyta þessum veiðidögum er það nú undir okkur sem göngum á fjöll til að ná í jólamatinn komið að sýna að virðing fyrir bráð og umhverfi á að vera okkar aðalsmerki. Skotveiði Mest lesið "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði
Það er magnað að vera veiðimaður á Íslandi því veiði á eini tegund er varla lokið þegar veiði á þeirri næstu hefst. Það er ennþá verið að veiða lax og sjóbirting, í fuglum er verið að veiða önd og gæs og það styttist hratt í að veiðitímabilið fyrir rjúpuna hefjist. Sú breyting hefur verið sett á tímabilið sem nær frá 1. nóvember til 30. nóvember að nú má veiða frá og með föstudegi til og með þriðjudags í hverri viku en þetta er breyting sem rjúpnaveiðimenn fagna. Galma kerfið með föstudaga til sunnudags gerði það að verkum að skyttur voru að hætta sér út í oft leiðinlegu veðri sem og að álag á sumum svæðum gat orðið ansi mikið á laugardögum og sunnudögum. Þessar fimm daga "helgar" gera það að verkum að álagið dreifist og líkurnar á því að skyttur fari á fjöll og heiðar í leiðinlegu veðri ættu ekki að vera til staðar. Þær fréttir sem við höfum heyrt af rjúpum t.d. frá þeim sem voru við smölun er að víða um land hefur sést mikið af rjúpu og helst finnst mönnum stofninn hafa bætt við sig á norðaustur og austurlandi. Það má því reikna með að skyttur noti þessar löngu helgar vel til að ferðast lengra út á land til veiða. Rjúpnaveiðimenn eru minntir á að ennþá er í gildi sölubann á rjúpum og af gefnu tilefni eru veiðimenn að sama skapi hvattir til að veiða ekki meira en þeir þurfa. Fyrst það tókst að breyta þessum veiðidögum er það nú undir okkur sem göngum á fjöll til að ná í jólamatinn komið að sýna að virðing fyrir bráð og umhverfi á að vera okkar aðalsmerki.
Skotveiði Mest lesið "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði