Enski boltinn

FIFA fylgist grannt með stöðunni í Búlgaríu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum á mánudagskvöldið.
Úr leiknum á mánudagskvöldið. vísir/getty
Knattspyrnusambandið FIFA fylgist grannt með stöðu mála hjá búlgarska knattspyrnusambandinu en mikið hefur gengið á.

Mikið hefur gengið á í Búlgaríu eftir að liðið tapaði 6-0 gegn Englandi á mánudagskvöldið þar sem leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir rasisma.

Borislav Mihaylov, formaður knattspyrnusambandsins, sagði af sér í gær eftir að forsætisráðherra sagði að allar greiðslur til sambandsins færu á ís meðan hann væri formaður.

Í lögum FIFA stendur það skýrum stöfum að ríkisstjórnir mega ekki skipta sér af knattspyrnusamböndunum og fylgist því FIFA með gangi mála í Búlgaríu.







„Við erum að fylgjast vel með gangi mála,“ sagði talsmaður FIFA í samtali við Sky Sports.

FIFA hefur enn ekki sett af stað rannsókn á afsögn Borislav en það gæti kostað Búlgaríu bann verði þeir fundnir sekir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×