Agnes Joy er ný mynd í leikstjórn Silju sem skrifar einnig handritið ásamt Göggu Jónsdóttur og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur. Með aðalhlutverk fara auk Kötlu og Donnau Cruz þeir Þorsteinn Bachmann, Björn Hlynur Haraldsson og Kristinn Óli Haraldsson.
Agnes Joy er þroskasaga mæðgna af Skaganum. Rannveig, leikin af Kötlu Margréti, upplifir kulnun í lífi og starfi. Það er ekki nóg með að hún sé einmana, hjónabandið á leið í hundana og föst í starfi sem hún hatar, heldur á hún í stöðugum útistöðum við dóttur sína, Agnesi, leikin af Donnu Cruz sem er að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu.
Framleiðendur eru Birgitta Björnsdóttir og Gagga Jónsdóttir fyrir Vintage Pictures. Handritið er byggt á hugmynd Mikaels Torfasonar sem er meðframleiðandi ásamt Guðbjörgu Sigurðardóttur. Myndin verður frumsýnd hér á landi á morgun.
Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðarforsýningunni í gærkvöldi.







