Leirvogsá á lausu Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2019 12:36 Leirvogsá er á lausu Leirvogsá er ein af þeim þremur perlum Reykjavíkur sem hafa notið mikilla vinsælda hjá veiðimönnum í gegnum árin. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var með ánna á leigu um árabil en Lax-Á hefur verið með hana síðustu þrjú ár. Nú hins vegar verður breyting þar á þar sem Lax-Á hefur sagt sig úr samningnum um ánna og hún er því á lausu eins og er. Veiðin í ánni hefur ekki verið góð síðustu þrjú ár og salan á leyfum því í hana verið erfið. Þetta er þriðja svæðið sem fer frá Lax-Á á þessu ári en hin svæðin eru Blanda sem er komin til Starir og svo Eystri Rangá sem er komin í hendurnar á Roxtons sem er einn stærsti veiðileyfasali í heimi. Orðið á götunni er að SVFR sé með áhuga á að taka ánna aftur og þá á mun lægra verði en Lax-Á leigði ánna á og ef það reynist rétt er vonandi að verðin lækki í samræmi við það. Það hefur ekki fengist staðfest hver áhugi SVFR er en það kemur líklega í ljós næstu daga. Stangveiði Mest lesið Boltar í Baugstaðarós Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Þrjár ár að detta í 1.000 laxa Veiði
Leirvogsá er ein af þeim þremur perlum Reykjavíkur sem hafa notið mikilla vinsælda hjá veiðimönnum í gegnum árin. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var með ánna á leigu um árabil en Lax-Á hefur verið með hana síðustu þrjú ár. Nú hins vegar verður breyting þar á þar sem Lax-Á hefur sagt sig úr samningnum um ánna og hún er því á lausu eins og er. Veiðin í ánni hefur ekki verið góð síðustu þrjú ár og salan á leyfum því í hana verið erfið. Þetta er þriðja svæðið sem fer frá Lax-Á á þessu ári en hin svæðin eru Blanda sem er komin til Starir og svo Eystri Rangá sem er komin í hendurnar á Roxtons sem er einn stærsti veiðileyfasali í heimi. Orðið á götunni er að SVFR sé með áhuga á að taka ánna aftur og þá á mun lægra verði en Lax-Á leigði ánna á og ef það reynist rétt er vonandi að verðin lækki í samræmi við það. Það hefur ekki fengist staðfest hver áhugi SVFR er en það kemur líklega í ljós næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Boltar í Baugstaðarós Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Gæsaveiðin fór vel af stað Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Þrjár ár að detta í 1.000 laxa Veiði