Björk sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamynd Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2019 15:29 Björk Guðmundsdóttir. Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum. Björk Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir er sögð í viðræðum um að taka að sér hlutverk í víkingamyndinni The Northman. Ef samningar nást verður það í fyrsta sinn í 20 ár sem Björk leikur í kvikmynd. Sú síðasta var Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars von Trier. Frammistaða Bjarkar í þeirri mynd skilaði henni verðlaunum fyrir besta leik á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Leikstjóri The Northman er Robert Eggers sem á að baki hryllingsmyndina The Witch og The Lighthouse. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Sjón og Björk hafa áður unnið saman og má þar nefna við myndina Dancer in the Dark, eða Myrkradansarinn eins og hún var kölluð hér á landi. Voru þau tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lagið, I´ve Seen It All, sem var að finna í myndinni. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í The Northman sem mun fjalla um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns.Á vef Collider er fullyrt að Björk sé í viðræðum um að leika í myndinni en viðræðurnar við hana eru ekki komnar eins langt og við aðra leikara. Björk hefur áður lýst því hve mikið hlutverk hennar í Myrkradansaranum tók á hana. Hefur hún sagt frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier og hét því að vinna aldrei aftur að annarri kvikmynd með honum.
Björk Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira