Viðbótarfjármagn frá SOS Barnaþorpunum til flóttafólks frá Venesúela Heimsljós kynnir 1. október 2019 15:30 SOS SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa lagt fram tæpar sjö milljónir króna í viðbótarframlag til aðstoðar við flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Að mati samtakanna hefur ástandið stigversnað undanfarna mánuði en systursamtök þeirra í Kólumbíu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að takmarka þau slæmu áhrif sem ástandið hefur á börn, að því er fram kemur í frétt. „Það er mjög brýnt að flóttabörnin fái athygli. Í umsjá okkar fá þau sumt af því sem þau þurftu að skilja eftir heima; leikföng og vini en umfram allt ástríkt heimili,“ segir Angela Rosales, framkvæmdastjóri SOS í Kólumbíu. Yfir fjórar milljónir Venesúelamanna hafa flúið landið undanfarin fimm ár í leit að öryggi og búist er við að flóttafólk verði fimm og hálf milljón fyrir árslok. Stór hluti þessa fólks eru börn og unglingar sem hafa orðið viðskila við foreldra sína, og barnshafandi konur. SOS Barnaþorpin telja að þessi hópur sé sérstaklega berskjaldaður fyrir hættum af ýmsu tagi. Glæpagengi hneppi konur og stúlkur í kynlífsánauð og fólkið lifi í stöðugum ótta við mansal og mannrán, eða að verða vísað úr landi. „SOS Barnaþorpin í Kólumbíu vinna markvisst að því að forða fólki frá þessum hættum og hafa sett upp svokölluð fjölskyldu- og barnvæn svæði. Þar fá fjölskyldur faglega ráðgjöf, aðstoð við að þekkja hætturnar og eflingu til sjálfshjálpar. SOS sér barnafjölskyldum í neyð einnig fyrir tímabundnum vistarverum, mat, vatni, hreinlæti og sálfræðiaðstoð ásamt fleiru,“ segir í fréttinni. SOS Barnaþorpin á Íslandi styrktu þessa neyðaraðstoð um rúma eina milljón króna fyrr á þessu ári sem mótframlag við 19,5 milljóna króna styrk utanríkisráðuneytisins. Í ljósi aukinnar neyðar hefur stjórn SOS á Íslandi nú ákveðið að bæta tæpum sjö milljónum króna við þessa þörfu aðstoð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa lagt fram tæpar sjö milljónir króna í viðbótarframlag til aðstoðar við flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Að mati samtakanna hefur ástandið stigversnað undanfarna mánuði en systursamtök þeirra í Kólumbíu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að takmarka þau slæmu áhrif sem ástandið hefur á börn, að því er fram kemur í frétt. „Það er mjög brýnt að flóttabörnin fái athygli. Í umsjá okkar fá þau sumt af því sem þau þurftu að skilja eftir heima; leikföng og vini en umfram allt ástríkt heimili,“ segir Angela Rosales, framkvæmdastjóri SOS í Kólumbíu. Yfir fjórar milljónir Venesúelamanna hafa flúið landið undanfarin fimm ár í leit að öryggi og búist er við að flóttafólk verði fimm og hálf milljón fyrir árslok. Stór hluti þessa fólks eru börn og unglingar sem hafa orðið viðskila við foreldra sína, og barnshafandi konur. SOS Barnaþorpin telja að þessi hópur sé sérstaklega berskjaldaður fyrir hættum af ýmsu tagi. Glæpagengi hneppi konur og stúlkur í kynlífsánauð og fólkið lifi í stöðugum ótta við mansal og mannrán, eða að verða vísað úr landi. „SOS Barnaþorpin í Kólumbíu vinna markvisst að því að forða fólki frá þessum hættum og hafa sett upp svokölluð fjölskyldu- og barnvæn svæði. Þar fá fjölskyldur faglega ráðgjöf, aðstoð við að þekkja hætturnar og eflingu til sjálfshjálpar. SOS sér barnafjölskyldum í neyð einnig fyrir tímabundnum vistarverum, mat, vatni, hreinlæti og sálfræðiaðstoð ásamt fleiru,“ segir í fréttinni. SOS Barnaþorpin á Íslandi styrktu þessa neyðaraðstoð um rúma eina milljón króna fyrr á þessu ári sem mótframlag við 19,5 milljóna króna styrk utanríkisráðuneytisins. Í ljósi aukinnar neyðar hefur stjórn SOS á Íslandi nú ákveðið að bæta tæpum sjö milljónum króna við þessa þörfu aðstoð.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent