Hyundai setur upp flugbíladeild Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. október 2019 14:00 Hyundai Kona, skyldi hann vera væntanlegur í flugútgáfu? Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári. Bílar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent
Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári.
Bílar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent