Föðurland: Öskurgrenjaði úr gleði þegar hann sá son sinn í fyrsta skipti Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. október 2019 13:00 "Eftir fæðinguna fékk ég hann beint á bera bringuna sem var ótrúlegt móment, strax þá tengdumst við.“ Aðsend mynd „Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. Fannar varð landsmönnum fyrst kunnugur þegar hann birtist svo eftirminnilega á skjánum í Hraðfréttum á RÚV. Í dag sér hann um þættina Framkoma sem hófu göngu sína á Stöð 2 í byrjun semptember. Einnig leikstýrir Fannar þáttunum Venjulegt Fólk sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans svo að það er óhætt að segja að Fannar sé með mörg járn í eldinum þessa dagana. Í lok árs 2017 eignaðist Fannar sitt fyrsta barn með konu sinni Valgerði Kristjánsdóttur og eiga þau nú von á barni númer tvö á næstu vikum. Fannar segir einlægt frá upplifun sinni af meðgöngu, fæðingu og öllu ferlinu sem tengist því að verða faðir í fyrsta skipti. 1. Nafn?Fannar Sveinsson.2. Aldur?31 ára. 3. Hvað áttu mörg börn?Ég á einn strák sem heitir Eysteinn og er fæddur í nóvember 2017, svo er stelpa á leiðinni núna í lok október.4. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti?Við vorum búin að vera að reyna í einhvern tíma, svo fann konan mín á sér að það væri eitthvað að gerast, ég fór og keypti óléttupróf sem kom út jákvætt.Ég gjörsamlega trylltist úr gleði en á sama tíma vildi ég vera alveg viss þannig ég fór út í apótek, man að ég fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf. Þau komu svo öll út jákvæð sem var mikil gleði.Aðsend mynd5. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni?Á fyrstu meðgöngunni var allt svo nýtt fyrir manni. Við sóttum mörg foreldranámskeið og fengum mikið ráð frá öðrum foreldrum sem maður hlustaði mikið á. Mitt hlutverk var mest að sjá um heimilið og elda, vera til staðar, sækja vatnsglas, kaupa nammi og það sem konunni langaði í hverju sinni.En maður upplifir sig alltaf hálf vanmáttugan af því að maður er náttúrulega ekki sjálfur að upplifa þetta en reynir eftir bestu getu að setja sig í spor hennar sem er stundum mjög erfitt. Maður hefur ekki hugmynd um það hvernig það er að vera ólétt. Núna á seinni meðgöngunni gengur allt miklu hraðar fyrir sig einhvern veginn. Örugglega af því við sækjum ekki sömu námskeið og þurfum að sinna stráknum. Mér finnst svolítið eins og hún hafi orðið ólétt í gær og sé að fara að eiga á morgun.6. Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni?Já, á fyrri meðgöngunni fórum við á tvö námskeið sem reyndust vel. Sérstaklega námskeiðið sem snéri að fæðingunni og hvernig maður hagar sér þegar að henni kemur. Þá upplifði maður sig ekki alveg týndan þegar eitthvað gerðist.7. Hvenær fannst þér þú ná að tengjast ófædda/nýfædda barninu?Eftir fæðinguna hjá stráknum þurfti konan mín að láta sauma sig þannig að ég fékk hann beint á bera bringuna eftir fæðingu sem var ótrúlegt móment, strax þá tengdumst við en það tók samt alveg einhvern tíma að átta sig alveg á því að maður væri orðinn faðir. Aðsend mynd8. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Fyrri eða seinni?Konan mín hefur verið ótrúlega dugleg á báðum meðgöngum og lítið komið fyrir þannig séð, en á þeim augnablikum þegar hún finnur eitthvað til eða er að lýsa fyrir mér hvernig henni líður þá á maður stundum erfitt með að setja sig í hennar spor. En þá reynir maður bara eftir bestu getu að sinna og vera til staðar.9. Finnst þér munur á fyrri og seinni meðgöngu?Já, fyrsta meðgangan er náttúrulega öðruvísi vegna þess að þá er allt svo nýtt fyrir manni, tíminn líður hægar og maður er ekki að sinna öðru barni. Seinni meðgangan hefur liðið ótrúlega hratt.10. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna?Með strákinn þá bara sögðum við það við foreldra okkar þegar við komum í heimsókn og það var mikil gleði. Núna í seinni meðgöngunni þá ákvað ég að eiga viðbrögðin á video sem er skemmtilegt.11. Fenguð þið að vita kynið?Já, við erum bæði alltof forvitin, en við báðum um að fá kynið skrifað á miða sem við opnuðum um leið og við vorum komin út í bíl. Núna á ég strák og svo er stelpa á leiðinni. Þannig að ég hef bara reynslu af því að eiga strák. En ég er mjög spenntur að fá stelpuna í fangið.Aðsend mynd12. Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa?Mér fannst erfitt undir lokin á fyrri meðgöngunni að upplifa konuna mína í pínu sársauka, hún fékk meðgöngueitrun og var sett af stað.Á þeirri stundu þá getur maður ekkert gert nema sinna og vera til staðar. Og þá fannst mér rosalega gott að hafa farið á fæðingarnámskeið. Svo heyrir maður náttúrulega allskonar sögur af fæðingum frá fólki í kringum sig, sem er eiginlega ekki hægt að taka of mikið mark á því vegna þess að allar fæðingar eru ólíkar. Þess vegna fannst mér ótrúlega gott að hafa sótt þetta námskeið og heyra þetta frá fagfólki.13. Hvað fannst þér skemmtilegast við að upplifa meðgöngu sem tilvonandi faðir?Meðganga og fæðing er náttúrulega það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Og einhvern veginn því meira sem maður veit því magnaðara er þetta allt saman. Ég get eiginlega ekki valið eitthvað eitt sem mögnuðustu upplifunina fyrir utan náttúrulega þegar barnið kemur í heiminn, þá gjörsamlega fara allar tilfinningar af stað.14. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst þegar á meðgöngunni stóð?Karlmenn upplifa þetta allt öðruvísi og við kannski föttum ekki þegar óviðeigandi spurningar koma upp. Maður kannski pirrast meira fyrir hönd konunnar sinnar þegar hún lendir í einhverjum aðstæðum sem fara í taugarnar á henni, sem í okkar tilfelli voru sem betur fer ekki margar.Aðsend myndFeður ættu að stofna pabbaklúbba og tala meira saman15. Er eitthvað sem þér fannst vanta í fræðslu eða í umræðuna fyrir verðandi feður?Feður mættu vera duglegri að tala saman, stofna pabbaklúbba og svoleiðis sem konur eru rosa duglegar að gera. Svo mætti kannski líka setja pabbana meira inn í málin í kringum allt saman hjá heilsugæslunni og þeim stofnunum sem snúa að fæðingunni og meðgöngunni. Ég skil líka alveg að þetta sé miðað meira að móðurinni þar sem hún gengur með barnið en stundum þá gleymumst við í öllum hraðanum. Þetta fer samt ekkert mikið í taugarnar á mér, en stundum hugsa ég, já það mætti alveg spyrja mig líka útí þetta!16. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna?Konan fékk meðgöngueitrun þannig að hún þurfti að fara af stað fyrir settan dag. Sem betur fer var ég búinn að græja allt saman og þurfti lítið annað að gera en að ná í dótið heim. Svo var biðin uppi á spítala löng og fæðingin frekar erfið, þó að ég hafi ekkert viðmið. Þegar hjúkrunarfræðingurinn sagði að nú værum við ekkert að fara heim og hún þyrfti að koma barninu í heiminn þá fékk maður létt sjokk. En starfsfólkið uppi á spítala eru svo mikið fagfólk að manni leið aldrei illa. Ég vil skila kveðju á alla uppi á fæðingadeild, þvílíkir snillingar!17. Hvernig upplifðir þú fæðinguna og þitt hlutverk?Hlutverkið var í rauninni bara að vera til staðar, hlusta og ná í allt sem hana vantaði. Svo var maður búinn að fá góð ráð frá fæðingarnámskeiðinu hvað væri algjört tabú að gera eða segja þannig maður var vel undirbúinn.18. Hvernig leið þér að sjá barnið þitt í fyrsta skipti?Ég er svo mikil tilfinningavera að ég gjörsamlega öskurgrenjaði úr gleði. Fyndið samt að fyrstu viðbrögðin mín voru að ná í símann og ná mómentinu á video.19. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar með ungabarn?Maður vissi ekkert og allt var nýtt fyrir manni, man að mér fannst ótrúlega skrítin en á sama tíma skemmtileg tilfinning að hann væri ekkert á leiðinni eitthvað annað. Hann er ekkert í pössun, hann er bara kominn til að vera.HAUGALYGI AÐ FEÐUR GERI EKKERT EFTIR AÐ BARNIÐ FÆÐIST20. Tókstu þér fæðingarorlof?Já, ég tók þrjá mánuði. Byrjaði að taka strax tvo mánuði sem ég mæli með að allir feður geri.Oft sagt við mann að maður geri ekkert eftir að barnið komi í heiminn sem er haugalygi. Man að mér stóð til boða að taka að mér vinnu erlendis mánuði eftir að strákurinn kom í heiminn sem ég er dauðfeginn hafa sagt nei við. Mín skoðun á fæðingarorlofssjóði er sú að mér finnst að allir ættu að fá það sama - alveg sama hvað fólk borgaði í skatta og launatengd gjöld ári áður. Þetta er jafn mikil vinna fyrir hvern sem er og sama ætti að ganga yfir alla.21. Hvernig gekk ykkur að finna nafn á barnið/börnin?Það gekk furðuvel að finna nafnið á Eystein son okkar en við erum langt frá því búin að finna nafn á ófæddu stelpuna.22. Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir?Hvað það að vera foreldri kemur náttúrulega til manns þegar maður fær barnið í hendurnar.Maður er einhvernveginn alltaf í ótta um að maður sé ekki tilbúinn eða það sé ekki rétti tíminn og eitthvað en svo þegar maður verður foreldri þá bara fer eitthvað af stað.23. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar?Já, margt breytist að sjálfsögðu og maður kannski áttar sig ekkert endilega á því en það bara gerist einhvernveginn. En við reynum að vera dugleg að finna tíma fyrir okkur tvö.24. Einhver skilaboð til verðandi feðra?Hlustið á foreldra í kringum ykkur en ekki taka neinu bókstaflega. Þetta er svo ólíkt hjá öllum. Og svefninn skiptir öllu máli. Finna góða svefnrútínu fyrir barnið er algjör lykill. Gunnar, góður vinur minn sem á fjögur börn, sagði við mig að það væri það eina sem ég ætti að hlusta á hann með og ég gerði það. Það hefur margborgað sig. Makamál þakka Fannari kærlega fyrir frábært viðtal og óska fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna. Auðvitað sendum við líka góða strauma og baráttukveðjur á lokametrunum. Fæðingarorlof Föðurland Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Veðmál í borginni Ég gerði eitt svolítið hræðilegt, svolítið sem ég skammast mín fyrir. Ég ætla samt að segja ykkur frá því. 8. október 2019 21:00 Föðurland: Börnin búin til af fólki með doktorsgráður "Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið svo yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt,“ segir Gestur Pálsson sem er fyrsti viðmælandi Makamála í nýjum viðtalslið sem ber nafnið Föðurland. 1. október 2019 13:15 Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamálum bárust á dögunum ábendingar frá karlkyns lesendum Vísis. 16. september 2019 21:45 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hvaða áhrif hefur samkomubannið haft á sambandið? Makamál „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ Makamál Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Makamál Tvö börn á rúmlega ári og aldrei eins ástfangin Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf“. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn og leikstjórinn Fannar Sveinsson sem svarar spurningum Makamála í nýja viðtalsliðnum Föðurland. Fannar varð landsmönnum fyrst kunnugur þegar hann birtist svo eftirminnilega á skjánum í Hraðfréttum á RÚV. Í dag sér hann um þættina Framkoma sem hófu göngu sína á Stöð 2 í byrjun semptember. Einnig leikstýrir Fannar þáttunum Venjulegt Fólk sem sýndir eru á Sjónvarpi Símans svo að það er óhætt að segja að Fannar sé með mörg járn í eldinum þessa dagana. Í lok árs 2017 eignaðist Fannar sitt fyrsta barn með konu sinni Valgerði Kristjánsdóttur og eiga þau nú von á barni númer tvö á næstu vikum. Fannar segir einlægt frá upplifun sinni af meðgöngu, fæðingu og öllu ferlinu sem tengist því að verða faðir í fyrsta skipti. 1. Nafn?Fannar Sveinsson.2. Aldur?31 ára. 3. Hvað áttu mörg börn?Ég á einn strák sem heitir Eysteinn og er fæddur í nóvember 2017, svo er stelpa á leiðinni núna í lok október.4. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti?Við vorum búin að vera að reyna í einhvern tíma, svo fann konan mín á sér að það væri eitthvað að gerast, ég fór og keypti óléttupróf sem kom út jákvætt.Ég gjörsamlega trylltist úr gleði en á sama tíma vildi ég vera alveg viss þannig ég fór út í apótek, man að ég fór í bílalúguapótek af því mér fannst eitthvað vandræðalegt að kaupa tíu óléttupróf. Þau komu svo öll út jákvæð sem var mikil gleði.Aðsend mynd5. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni?Á fyrstu meðgöngunni var allt svo nýtt fyrir manni. Við sóttum mörg foreldranámskeið og fengum mikið ráð frá öðrum foreldrum sem maður hlustaði mikið á. Mitt hlutverk var mest að sjá um heimilið og elda, vera til staðar, sækja vatnsglas, kaupa nammi og það sem konunni langaði í hverju sinni.En maður upplifir sig alltaf hálf vanmáttugan af því að maður er náttúrulega ekki sjálfur að upplifa þetta en reynir eftir bestu getu að setja sig í spor hennar sem er stundum mjög erfitt. Maður hefur ekki hugmynd um það hvernig það er að vera ólétt. Núna á seinni meðgöngunni gengur allt miklu hraðar fyrir sig einhvern veginn. Örugglega af því við sækjum ekki sömu námskeið og þurfum að sinna stráknum. Mér finnst svolítið eins og hún hafi orðið ólétt í gær og sé að fara að eiga á morgun.6. Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni?Já, á fyrri meðgöngunni fórum við á tvö námskeið sem reyndust vel. Sérstaklega námskeiðið sem snéri að fæðingunni og hvernig maður hagar sér þegar að henni kemur. Þá upplifði maður sig ekki alveg týndan þegar eitthvað gerðist.7. Hvenær fannst þér þú ná að tengjast ófædda/nýfædda barninu?Eftir fæðinguna hjá stráknum þurfti konan mín að láta sauma sig þannig að ég fékk hann beint á bera bringuna eftir fæðingu sem var ótrúlegt móment, strax þá tengdumst við en það tók samt alveg einhvern tíma að átta sig alveg á því að maður væri orðinn faðir. Aðsend mynd8. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Fyrri eða seinni?Konan mín hefur verið ótrúlega dugleg á báðum meðgöngum og lítið komið fyrir þannig séð, en á þeim augnablikum þegar hún finnur eitthvað til eða er að lýsa fyrir mér hvernig henni líður þá á maður stundum erfitt með að setja sig í hennar spor. En þá reynir maður bara eftir bestu getu að sinna og vera til staðar.9. Finnst þér munur á fyrri og seinni meðgöngu?Já, fyrsta meðgangan er náttúrulega öðruvísi vegna þess að þá er allt svo nýtt fyrir manni, tíminn líður hægar og maður er ekki að sinna öðru barni. Seinni meðgangan hefur liðið ótrúlega hratt.10. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna?Með strákinn þá bara sögðum við það við foreldra okkar þegar við komum í heimsókn og það var mikil gleði. Núna í seinni meðgöngunni þá ákvað ég að eiga viðbrögðin á video sem er skemmtilegt.11. Fenguð þið að vita kynið?Já, við erum bæði alltof forvitin, en við báðum um að fá kynið skrifað á miða sem við opnuðum um leið og við vorum komin út í bíl. Núna á ég strák og svo er stelpa á leiðinni. Þannig að ég hef bara reynslu af því að eiga strák. En ég er mjög spenntur að fá stelpuna í fangið.Aðsend mynd12. Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa?Mér fannst erfitt undir lokin á fyrri meðgöngunni að upplifa konuna mína í pínu sársauka, hún fékk meðgöngueitrun og var sett af stað.Á þeirri stundu þá getur maður ekkert gert nema sinna og vera til staðar. Og þá fannst mér rosalega gott að hafa farið á fæðingarnámskeið. Svo heyrir maður náttúrulega allskonar sögur af fæðingum frá fólki í kringum sig, sem er eiginlega ekki hægt að taka of mikið mark á því vegna þess að allar fæðingar eru ólíkar. Þess vegna fannst mér ótrúlega gott að hafa sótt þetta námskeið og heyra þetta frá fagfólki.13. Hvað fannst þér skemmtilegast við að upplifa meðgöngu sem tilvonandi faðir?Meðganga og fæðing er náttúrulega það ótrúlegasta sem ég hef upplifað. Og einhvern veginn því meira sem maður veit því magnaðara er þetta allt saman. Ég get eiginlega ekki valið eitthvað eitt sem mögnuðustu upplifunina fyrir utan náttúrulega þegar barnið kemur í heiminn, þá gjörsamlega fara allar tilfinningar af stað.14. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst þegar á meðgöngunni stóð?Karlmenn upplifa þetta allt öðruvísi og við kannski föttum ekki þegar óviðeigandi spurningar koma upp. Maður kannski pirrast meira fyrir hönd konunnar sinnar þegar hún lendir í einhverjum aðstæðum sem fara í taugarnar á henni, sem í okkar tilfelli voru sem betur fer ekki margar.Aðsend myndFeður ættu að stofna pabbaklúbba og tala meira saman15. Er eitthvað sem þér fannst vanta í fræðslu eða í umræðuna fyrir verðandi feður?Feður mættu vera duglegri að tala saman, stofna pabbaklúbba og svoleiðis sem konur eru rosa duglegar að gera. Svo mætti kannski líka setja pabbana meira inn í málin í kringum allt saman hjá heilsugæslunni og þeim stofnunum sem snúa að fæðingunni og meðgöngunni. Ég skil líka alveg að þetta sé miðað meira að móðurinni þar sem hún gengur með barnið en stundum þá gleymumst við í öllum hraðanum. Þetta fer samt ekkert mikið í taugarnar á mér, en stundum hugsa ég, já það mætti alveg spyrja mig líka útí þetta!16. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna?Konan fékk meðgöngueitrun þannig að hún þurfti að fara af stað fyrir settan dag. Sem betur fer var ég búinn að græja allt saman og þurfti lítið annað að gera en að ná í dótið heim. Svo var biðin uppi á spítala löng og fæðingin frekar erfið, þó að ég hafi ekkert viðmið. Þegar hjúkrunarfræðingurinn sagði að nú værum við ekkert að fara heim og hún þyrfti að koma barninu í heiminn þá fékk maður létt sjokk. En starfsfólkið uppi á spítala eru svo mikið fagfólk að manni leið aldrei illa. Ég vil skila kveðju á alla uppi á fæðingadeild, þvílíkir snillingar!17. Hvernig upplifðir þú fæðinguna og þitt hlutverk?Hlutverkið var í rauninni bara að vera til staðar, hlusta og ná í allt sem hana vantaði. Svo var maður búinn að fá góð ráð frá fæðingarnámskeiðinu hvað væri algjört tabú að gera eða segja þannig maður var vel undirbúinn.18. Hvernig leið þér að sjá barnið þitt í fyrsta skipti?Ég er svo mikil tilfinningavera að ég gjörsamlega öskurgrenjaði úr gleði. Fyndið samt að fyrstu viðbrögðin mín voru að ná í símann og ná mómentinu á video.19. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar með ungabarn?Maður vissi ekkert og allt var nýtt fyrir manni, man að mér fannst ótrúlega skrítin en á sama tíma skemmtileg tilfinning að hann væri ekkert á leiðinni eitthvað annað. Hann er ekkert í pössun, hann er bara kominn til að vera.HAUGALYGI AÐ FEÐUR GERI EKKERT EFTIR AÐ BARNIÐ FÆÐIST20. Tókstu þér fæðingarorlof?Já, ég tók þrjá mánuði. Byrjaði að taka strax tvo mánuði sem ég mæli með að allir feður geri.Oft sagt við mann að maður geri ekkert eftir að barnið komi í heiminn sem er haugalygi. Man að mér stóð til boða að taka að mér vinnu erlendis mánuði eftir að strákurinn kom í heiminn sem ég er dauðfeginn hafa sagt nei við. Mín skoðun á fæðingarorlofssjóði er sú að mér finnst að allir ættu að fá það sama - alveg sama hvað fólk borgaði í skatta og launatengd gjöld ári áður. Þetta er jafn mikil vinna fyrir hvern sem er og sama ætti að ganga yfir alla.21. Hvernig gekk ykkur að finna nafn á barnið/börnin?Það gekk furðuvel að finna nafnið á Eystein son okkar en við erum langt frá því búin að finna nafn á ófæddu stelpuna.22. Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir?Hvað það að vera foreldri kemur náttúrulega til manns þegar maður fær barnið í hendurnar.Maður er einhvernveginn alltaf í ótta um að maður sé ekki tilbúinn eða það sé ekki rétti tíminn og eitthvað en svo þegar maður verður foreldri þá bara fer eitthvað af stað.23. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar?Já, margt breytist að sjálfsögðu og maður kannski áttar sig ekkert endilega á því en það bara gerist einhvernveginn. En við reynum að vera dugleg að finna tíma fyrir okkur tvö.24. Einhver skilaboð til verðandi feðra?Hlustið á foreldra í kringum ykkur en ekki taka neinu bókstaflega. Þetta er svo ólíkt hjá öllum. Og svefninn skiptir öllu máli. Finna góða svefnrútínu fyrir barnið er algjör lykill. Gunnar, góður vinur minn sem á fjögur börn, sagði við mig að það væri það eina sem ég ætti að hlusta á hann með og ég gerði það. Það hefur margborgað sig. Makamál þakka Fannari kærlega fyrir frábært viðtal og óska fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið og tilveruna. Auðvitað sendum við líka góða strauma og baráttukveðjur á lokametrunum.
Fæðingarorlof Föðurland Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Veðmál í borginni Ég gerði eitt svolítið hræðilegt, svolítið sem ég skammast mín fyrir. Ég ætla samt að segja ykkur frá því. 8. október 2019 21:00 Föðurland: Börnin búin til af fólki með doktorsgráður "Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið svo yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt,“ segir Gestur Pálsson sem er fyrsti viðmælandi Makamála í nýjum viðtalslið sem ber nafnið Föðurland. 1. október 2019 13:15 Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamálum bárust á dögunum ábendingar frá karlkyns lesendum Vísis. 16. september 2019 21:45 Mest lesið Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Hvaða áhrif hefur samkomubannið haft á sambandið? Makamál „Pabbi hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu á leiðinni upp fjallið“ Makamál Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Makamál Tvö börn á rúmlega ári og aldrei eins ástfangin Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Veðmál í borginni Ég gerði eitt svolítið hræðilegt, svolítið sem ég skammast mín fyrir. Ég ætla samt að segja ykkur frá því. 8. október 2019 21:00
Föðurland: Börnin búin til af fólki með doktorsgráður "Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið svo yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt,“ segir Gestur Pálsson sem er fyrsti viðmælandi Makamála í nýjum viðtalslið sem ber nafnið Föðurland. 1. október 2019 13:15
Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamálum bárust á dögunum ábendingar frá karlkyns lesendum Vísis. 16. september 2019 21:45