Urriðagangan er á laugardaginn Karl Lúðvíksson skrifar 9. október 2019 13:07 Það hafa margir lagt leið sína á Þingvöll á þessum hausti til þess að fylgjast með urriðanum í ástarleikjur í Öxará. Þetta er ansi mögnuð sjón en það er þó ennþá magnaðra að fá smá fræðslu um það sem er í gangi og hegðun urriðans í vatninu. Það er komið að hinni árlegu urriðagöngu og eftirfarandi fréttatilkynning frá Laxfiskum fylgir hér fyrir neðan. Þið sem hafið ekki farið en hafið áhuga á líffræði, veiði og náttúru ættuð ekki að missa af þessu því þetta er í alla staði magnað að sjá urriðann í svona návígi."Urriðagangan 2019 - Hin árlega urriðaganga við Öxará á Þingvöllum verður laugardaginn 12. október og hefst klukkan 14:00 við brúna/bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll. Þaðan er síðan genginn örstuttur spölur eftir mjög góðum göngustíg upp með Þingvallabænum að flúðunum undan Drekkingarhyl, þar sem urriðar eru settir í glerbúr á árbakkanum svo yngsta kynslóðin geti skoðað fiskinn betur. Fjallað verður um ástir og örlög urriðans, ekki síst með vísun í lifandi dæmi frá hrygningunni í Öxará í bakgrunni. Komið verður inn á hvernig urriðarnir nýta mismunandi svæði Þingvallavatns árið um kring og sá sama hátt verður greint frá ferðum bleikja í Þingvallavatni, kuðungableikju, ránbleikju og murtu. Langtímaveðurspá gerir ráð fyrir góðu útivistarveðri á Þingvöllum á meðan göngunni stendur, lofthita upp á um 6-7°C og hægviðri." Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði
Það hafa margir lagt leið sína á Þingvöll á þessum hausti til þess að fylgjast með urriðanum í ástarleikjur í Öxará. Þetta er ansi mögnuð sjón en það er þó ennþá magnaðra að fá smá fræðslu um það sem er í gangi og hegðun urriðans í vatninu. Það er komið að hinni árlegu urriðagöngu og eftirfarandi fréttatilkynning frá Laxfiskum fylgir hér fyrir neðan. Þið sem hafið ekki farið en hafið áhuga á líffræði, veiði og náttúru ættuð ekki að missa af þessu því þetta er í alla staði magnað að sjá urriðann í svona návígi."Urriðagangan 2019 - Hin árlega urriðaganga við Öxará á Þingvöllum verður laugardaginn 12. október og hefst klukkan 14:00 við brúna/bílastæðið þar sem forðum stóð Valhöll. Þaðan er síðan genginn örstuttur spölur eftir mjög góðum göngustíg upp með Þingvallabænum að flúðunum undan Drekkingarhyl, þar sem urriðar eru settir í glerbúr á árbakkanum svo yngsta kynslóðin geti skoðað fiskinn betur. Fjallað verður um ástir og örlög urriðans, ekki síst með vísun í lifandi dæmi frá hrygningunni í Öxará í bakgrunni. Komið verður inn á hvernig urriðarnir nýta mismunandi svæði Þingvallavatns árið um kring og sá sama hátt verður greint frá ferðum bleikja í Þingvallavatni, kuðungableikju, ránbleikju og murtu. Langtímaveðurspá gerir ráð fyrir góðu útivistarveðri á Þingvöllum á meðan göngunni stendur, lofthita upp á um 6-7°C og hægviðri."
Stangveiði Mest lesið Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Margir stórir fiskar sagðir á ferli í Varmá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði