Gæsaveiðin gengur vel Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2019 08:15 Heiðagæsin er eftirsótt bráð. Það virðist vera góður gangur í gæsaveiðinni víða um land og þær skyttur sem við höfum heyrt frá áttu góða helgi við veiðar. Við höfum heyrt frá nokkrum sem voru við veiðar á norðausturlandi og þar eru veiðimenn að gera góða hluti. Veiðin á þrjár til fjórar byssur er 20-40 fuglar á byssu eftir helgina sem verður að teljast afbragðsveiði. Það er nokkuð blandað heiðagæs og grágæs hjá flestum en þeir sem hafa verið á hálendinu norðan Mývatns hafa þó mest verið að fá heiðagæs og segja að það sé mikið af henni á þessum slóðum. Skyttur sem við heyrðum frá í gærkvöldi sem voru við veiðar inná hálendi ofan Hrunamannahrepps gerðu að sama skapi fína veiði um helgina en sögðu jafnframt að það hefði verið mikið af mönnum á svæðinu og vegna rigninga síðustu daga hafi verið mikið í sumum ám og lækjum sem hafi gert svæðið erfitt yfirferðar. Gæsin er mjög víða komin niður í tún og akra og það á bara eftir að aukast eftir því sem það kólnar meira en miðað við veðurspá næstu daga er það í það minnsta ekki í bráð. Samkvæmt veðurstofu Íslands er spáð sumarhitum um landið þessa vikuna, fyrst á norðurlandi svo á suður og vesturlandi. Það er þess vegna líklega nokkur bið í að heiðagæsin fara að fljúga af landi brott sem væntanlega kætir skyttur landsins því þrátt fyrir að grágæsin sé góð þykir heiðagæsin enn betri. Mest lesið Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði
Það virðist vera góður gangur í gæsaveiðinni víða um land og þær skyttur sem við höfum heyrt frá áttu góða helgi við veiðar. Við höfum heyrt frá nokkrum sem voru við veiðar á norðausturlandi og þar eru veiðimenn að gera góða hluti. Veiðin á þrjár til fjórar byssur er 20-40 fuglar á byssu eftir helgina sem verður að teljast afbragðsveiði. Það er nokkuð blandað heiðagæs og grágæs hjá flestum en þeir sem hafa verið á hálendinu norðan Mývatns hafa þó mest verið að fá heiðagæs og segja að það sé mikið af henni á þessum slóðum. Skyttur sem við heyrðum frá í gærkvöldi sem voru við veiðar inná hálendi ofan Hrunamannahrepps gerðu að sama skapi fína veiði um helgina en sögðu jafnframt að það hefði verið mikið af mönnum á svæðinu og vegna rigninga síðustu daga hafi verið mikið í sumum ám og lækjum sem hafi gert svæðið erfitt yfirferðar. Gæsin er mjög víða komin niður í tún og akra og það á bara eftir að aukast eftir því sem það kólnar meira en miðað við veðurspá næstu daga er það í það minnsta ekki í bráð. Samkvæmt veðurstofu Íslands er spáð sumarhitum um landið þessa vikuna, fyrst á norðurlandi svo á suður og vesturlandi. Það er þess vegna líklega nokkur bið í að heiðagæsin fara að fljúga af landi brott sem væntanlega kætir skyttur landsins því þrátt fyrir að grágæsin sé góð þykir heiðagæsin enn betri.
Mest lesið Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði Veiðimenn óttast laxeldið Veiði Myndakeppni Veiðimannsins í sumar Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Vænir birtingar að sýna sig í Varmá Veiði