Óvæntir fagnaðarfundir í blóðbaði Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. september 2019 21:00 Japanska leikkonan Nae mætti óvænt á sýninguna og átti sitthvað vantalað við handritshöfundinn. "Það sást heldur betur hvað hún var ánægð með handritið þar sem hún fór beint í að reyna að drepa Sjón,“ segir Börkur og leikstjórinn, Júlíus Kemp, virðist ekki hafa séð ástæðu til að skerast í leikinn. Reykjavik Whale Watching Massacre eftir Júlíus Kemp var sýnd sem einhvers konar forleikur að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, á föstudagskvöld. Júlíus Kemp leikstýrði þessari einu alvöru „splatter-mynd“ íslenskrar kvikmyndasögu eftir handriti Sjóns. Myndin var frumsýnd síðla árs 2009 en áhorfendurnir sem mættu til móts við blóðskipið 2019 voru vel með á nótunum. „Stemningin var rafmögnuð. Þetta voru hryllingsmyndaaðdáendur sem voru með húmor fyrir þessu og það var bara stanslaust hlegið,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarfulltrúi RIFF, kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður með meiru, um sýningargestina. Hann segist sjálfur hafa hlegið mun minna enda ekkert sérlega vel verseraður í hryllingsfræðunum þrátt fyrir aldur og fyrri störf. „Ég er ekkert inni í þessum hryllingsmyndakúltúr þannig að ég fattaði ekki helminginn af bröndurunum og vísununum sem eru þarna út um allt.“Allir í bátana! Björgunarbátar reyndust gagnslitlir andspænis íslenska hvalveiðihyskinu þá og nú.Sjón, Júlíus og einn aðalleikarinn, Stefán Jónsson sem fór alla leið og gott betur en það í túlkun sinni á einum hinna sturluðu morðingja og hvalveiðimanna í myndinni, voru mættir í góðum gír. Þeir ráku síðan allir upp stór augu þegar japanska leikkonan Nae Yuuki birtist öllum að óvörum en hún lék einn hinna ólánssömu túrista sem snaróð hvalveiðifjölskylda herjaði á í miðri hvalaskoðunarferð. „Það vissi enginn að hún væri á landinu. Hún var hérna í heimsókn og kíkti við,“ segir Börkur um Yuuki sem hefur í seinni tíð meðal annars leikið undir stjórn Davids Lynch í Twin Peaks: The Return. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Reykjavik Whale Watching Massacre eftir Júlíus Kemp var sýnd sem einhvers konar forleikur að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, á föstudagskvöld. Júlíus Kemp leikstýrði þessari einu alvöru „splatter-mynd“ íslenskrar kvikmyndasögu eftir handriti Sjóns. Myndin var frumsýnd síðla árs 2009 en áhorfendurnir sem mættu til móts við blóðskipið 2019 voru vel með á nótunum. „Stemningin var rafmögnuð. Þetta voru hryllingsmyndaaðdáendur sem voru með húmor fyrir þessu og það var bara stanslaust hlegið,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarfulltrúi RIFF, kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður með meiru, um sýningargestina. Hann segist sjálfur hafa hlegið mun minna enda ekkert sérlega vel verseraður í hryllingsfræðunum þrátt fyrir aldur og fyrri störf. „Ég er ekkert inni í þessum hryllingsmyndakúltúr þannig að ég fattaði ekki helminginn af bröndurunum og vísununum sem eru þarna út um allt.“Allir í bátana! Björgunarbátar reyndust gagnslitlir andspænis íslenska hvalveiðihyskinu þá og nú.Sjón, Júlíus og einn aðalleikarinn, Stefán Jónsson sem fór alla leið og gott betur en það í túlkun sinni á einum hinna sturluðu morðingja og hvalveiðimanna í myndinni, voru mættir í góðum gír. Þeir ráku síðan allir upp stór augu þegar japanska leikkonan Nae Yuuki birtist öllum að óvörum en hún lék einn hinna ólánssömu túrista sem snaróð hvalveiðifjölskylda herjaði á í miðri hvalaskoðunarferð. „Það vissi enginn að hún væri á landinu. Hún var hérna í heimsókn og kíkti við,“ segir Börkur um Yuuki sem hefur í seinni tíð meðal annars leikið undir stjórn Davids Lynch í Twin Peaks: The Return.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira