Tónlist

Föstudagsplaylisti Villa Neto

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Uppistand Vilhelms Þórs Neto og Stefáns Ingvars Vigfússonar, Endurmenntun, verður frumsýnt annað kvöld.
Uppistand Vilhelms Þórs Neto og Stefáns Ingvars Vigfússonar, Endurmenntun, verður frumsýnt annað kvöld. aðsend
Fyrir lagalista vikunnar brugðum við út af vananum og fengum hvorki tónlistarmann né plötusnúð til listasmíðarinnar. Vilhelm Þór Neto setti saman lista að þessu sinni, en hann nýtur töluverðra vinsælda sem leikari og samfélagsmiðlaspaugari.

Lagalistann segir Villi vera gerðan með föstudag i huga. „Föstudag sem fer upp og niður en endar með melankólískum slagara, alveg eins og ég vil hafa mitt líf.“

Hann segir texta sumra laganna fyndna ef rýnt er í þá og mælir með að hlusta vandlega, og þá sérstaklega ef hlustandinn er í partýi.

Listinn geti þó komið fólki „í föstudagsfíling á hvaða degi vikunnar sem er.“

Annað kvöld verður uppistand Villa og Stefáns Ingvars Vigfússonar, Endurmenntun, frumsýnt í Tjarnarbíói.

Þar munu þeir kumpánar gera upp æsku sína, menntun og uppeldi. Á döfinni hjá Villa er svo að leika á móti Júlíönu Kristínu Liborious í nýju leikriti eftir áðurnefndan Stefán Ingvar og Brynhildi Karlsdóttur, söngkonu Hórmóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×