Verkefni vetrarins rædd á fundi nýskipaðs ungmennaráðs heimsmarkmiðanna Heimsljós kynnir 27. september 2019 10:45 Ungmennaráðið eftir fundinn í utanríkisráðuneytinu. AKJ Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundaði í utanríkisráðuneytinu í gær. Um var að ræða fyrsta fund nýskipaðs ungmennaráðs en þetta er í annað sinn sem skipað er í ráðið. Á þessum fyrsta fundi fengu nýir fulltrúar meðal annars kynningu frá Félagi Sameinuðu þjóðanna og frá formanni verkefnastjórnar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna auk þess sem þau ræddu verklag og verkefni ráðsins í vetur. Á síðasta starfsári tók ungmennaráð heimsmarkmiðanna meðal annars þátt í hátíðardagskrá 1. desember, flutti ávarp á heimsþingi kvenleiðtoga og þá tóku tveir fulltrúar þátt í kynningu Íslands á innleiðingu heimsmarkmiðanna hér á landi á ráðherrafundi í New York í júlí síðastliðnum. Ungmennaráðið samanstendur af tólf fulltrúum, víðs vegar að af landinu, á aldursbilinu 13-18 ára. Það fundar sex sinnum á ári og þar á meðal árlega með ríkisstjórn. Hlutverk ráðsins er að fræðast og fjalla um heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir jafnframt stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna. Hægt er að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á Facebook síðu þess og þá er hægt að hafa samband við ráðið í gegnum ungmennarad@for.is. (Frétt á vef forsætisráðuneytisins)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent
Ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna fundaði í utanríkisráðuneytinu í gær. Um var að ræða fyrsta fund nýskipaðs ungmennaráðs en þetta er í annað sinn sem skipað er í ráðið. Á þessum fyrsta fundi fengu nýir fulltrúar meðal annars kynningu frá Félagi Sameinuðu þjóðanna og frá formanni verkefnastjórnar heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna auk þess sem þau ræddu verklag og verkefni ráðsins í vetur. Á síðasta starfsári tók ungmennaráð heimsmarkmiðanna meðal annars þátt í hátíðardagskrá 1. desember, flutti ávarp á heimsþingi kvenleiðtoga og þá tóku tveir fulltrúar þátt í kynningu Íslands á innleiðingu heimsmarkmiðanna hér á landi á ráðherrafundi í New York í júlí síðastliðnum. Ungmennaráðið samanstendur af tólf fulltrúum, víðs vegar að af landinu, á aldursbilinu 13-18 ára. Það fundar sex sinnum á ári og þar á meðal árlega með ríkisstjórn. Hlutverk ráðsins er að fræðast og fjalla um heimsmarkmiðin ásamt því að vinna og miðla gagnvirku efni á samfélagsmiðlum um markmiðin og sjálfbæra þróun. Ungmennaráðið veitir jafnframt stjórnvöldum, í gegnum verkefnastjórn heimsmarkmiðanna, aðhald og ráðgjöf við innleiðingu markmiðanna. Hægt er að fylgjast með störfum ungmennaráðsins á Facebook síðu þess og þá er hægt að hafa samband við ráðið í gegnum ungmennarad@for.is. (Frétt á vef forsætisráðuneytisins)Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent