Ný þáttaröð um sigurgöngu Aegon nálgast framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2019 23:22 Þættirnir eru sagðir fjalla um forfeður Jon og Dany í Westeros. Vísir/HBO HBO er nálægt því að samþykkja gerð prufuþáttar nýrrar þáttaraðar úr söguheimi Game of Thrones. Nú þegar er búið að gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem á að gerast um átta þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones og fjalla meðal annars um uppruna Næturkonungsins en sú nýja á að gerast um 300 árum áður. Samkvæmt Hollywood Reporter eiga þættirnir að fjalla um Tagaryen ættina og þar á meðal um sigurgöngu Aegon Targaryen um Westeros.Þá segja heimildarmenn Deadline að þáttaröðin muni byggja á nýrri bók George R.R. Martin sem kallast Fire & Blood og fjallar sérstaklega um Targaryen ættina. GRRM sjálfur og Ryan Condal skrifa handrit prufuþáttarins.Eins og allir eiga að vita, þá sigraði Aegon Targaryen alla konunga Westeros og stofnaði nýtt konungsríki sem afkomendur hans stýrðu í 300 ár. Auk þess að skrifa Blood & Fire hefur GRRM skrifað mikið um þessi 300 ár og er óhætt að segja að þar megi finna mikið af áhugaverðum sögum. Þar á meðal er styrjöld á milli meðlima Targaryen ættarinnar sem kallast Dance of Dragons. Ný þáttaröð um það stríð var til skoðunar hjá HBO en hætt var við framleiðslu hennar. Sú saga fellur inn í þessa þáttaröð sem um ræðir. Hver sería gæti fjallað um mismunandi tímabil í Westeros. Sú fyrsta um Aegon og systur/eiginkonur hans, önnur um Dance of Dragons og jafnvel önnur til viðbótar um uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen ættinni, þó GRRM hafi lýst því yfir að hann hafi ekki mikinn áhuga á því. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
HBO er nálægt því að samþykkja gerð prufuþáttar nýrrar þáttaraðar úr söguheimi Game of Thrones. Nú þegar er búið að gera prufuþátt fyrir þáttaröð sem á að gerast um átta þúsund árum fyrir sögu Game of Thrones og fjalla meðal annars um uppruna Næturkonungsins en sú nýja á að gerast um 300 árum áður. Samkvæmt Hollywood Reporter eiga þættirnir að fjalla um Tagaryen ættina og þar á meðal um sigurgöngu Aegon Targaryen um Westeros.Þá segja heimildarmenn Deadline að þáttaröðin muni byggja á nýrri bók George R.R. Martin sem kallast Fire & Blood og fjallar sérstaklega um Targaryen ættina. GRRM sjálfur og Ryan Condal skrifa handrit prufuþáttarins.Eins og allir eiga að vita, þá sigraði Aegon Targaryen alla konunga Westeros og stofnaði nýtt konungsríki sem afkomendur hans stýrðu í 300 ár. Auk þess að skrifa Blood & Fire hefur GRRM skrifað mikið um þessi 300 ár og er óhætt að segja að þar megi finna mikið af áhugaverðum sögum. Þar á meðal er styrjöld á milli meðlima Targaryen ættarinnar sem kallast Dance of Dragons. Ný þáttaröð um það stríð var til skoðunar hjá HBO en hætt var við framleiðslu hennar. Sú saga fellur inn í þessa þáttaröð sem um ræðir. Hver sería gæti fjallað um mismunandi tímabil í Westeros. Sú fyrsta um Aegon og systur/eiginkonur hans, önnur um Dance of Dragons og jafnvel önnur til viðbótar um uppreisn Robert Baratheon gegn Targaryen ættinni, þó GRRM hafi lýst því yfir að hann hafi ekki mikinn áhuga á því.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Tengdar fréttir Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tökur nýrra þátta hefjast á Kanaríeyjum í vor Nýir Game of Thrones þættir, sem hafa enn ekki fengið opinbert nafn, verða teknir upp á Kanaríeyjum og í Norður-Írlandi. 8. janúar 2019 08:51