Líf á Bíldsfelli Karl Lúðvíksson skrifar 18. september 2019 12:18 Emil með fallegan lax úr Soginu Bíldsfelli Mynd: SVFR FB Það hafa ekki borist margar fréttir úr Soginu í sumar en það er þó eitthvað að glæðast veiðin þar sem er ekkert skrítið því síðsumars veiðin getur oft verið góð. Fyrir nokkrum dögum voru Emil Gústafsson og félagi að veiða við Bíldsfell og saman fengu þeir sex laxa og misstu þrjá á einum degi sem verður að teljast mjög gott á svona stuttu stoppi. Stærsti laxinn var 84 sm. Það sem vekur athygli er að fimm af þessum löxum veiddust á Neðsta Horni sem hefur nú ekki alltaf verið talin sérstakur hauststaður, þar hafa frekar Sakkarhólmi, Útfall og Neðri Garður verið sterkir en lax hefur þó sést víða. Sogið hefur ekki verið mikið stundað í sumar og veiðitölur því eftir því en það fór óvenjulega seint í gang. Fyrstu dagana komu aðeins þrír laxar á land en síðan hefur ekki mikið heyrst af veiði. Það er því gaman að fá góðar fréttir úr þessari mögnuðu á sem á sér þrátt fyrir brokkgengt gengi síðustu ár stórann hóp aðdáenda. Mest lesið Spá góðu smálaxaári Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Samræma veiðina en taka ekki upp net Veiði Rólegt í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu Veiði 64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Veiði
Það hafa ekki borist margar fréttir úr Soginu í sumar en það er þó eitthvað að glæðast veiðin þar sem er ekkert skrítið því síðsumars veiðin getur oft verið góð. Fyrir nokkrum dögum voru Emil Gústafsson og félagi að veiða við Bíldsfell og saman fengu þeir sex laxa og misstu þrjá á einum degi sem verður að teljast mjög gott á svona stuttu stoppi. Stærsti laxinn var 84 sm. Það sem vekur athygli er að fimm af þessum löxum veiddust á Neðsta Horni sem hefur nú ekki alltaf verið talin sérstakur hauststaður, þar hafa frekar Sakkarhólmi, Útfall og Neðri Garður verið sterkir en lax hefur þó sést víða. Sogið hefur ekki verið mikið stundað í sumar og veiðitölur því eftir því en það fór óvenjulega seint í gang. Fyrstu dagana komu aðeins þrír laxar á land en síðan hefur ekki mikið heyrst af veiði. Það er því gaman að fá góðar fréttir úr þessari mögnuðu á sem á sér þrátt fyrir brokkgengt gengi síðustu ár stórann hóp aðdáenda.
Mest lesið Spá góðu smálaxaári Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Samræma veiðina en taka ekki upp net Veiði Rólegt í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu Veiði 64% af veiðinni í Blöndu af svæði I Veiði