Tveir menn á mótorhjóli réðust á hann og skutu hann til bana.
Lögreglan staðfesti þetta í morgun að hinn 32 ára gamli Kelvin hafi orðið fyrir árásinni en hann var að keyra bíl sinn í Langbroekdreef hverfinu í Amsterdam.
Maynard reyndi að komast undan árásarmönnunum en það tókst ekki. Árásarmennirnir flúðu af vettvangi en lögreglan í Hollandi hefur hafið leit sína að mönnum.
Former Burton Albion star Kelvin Maynard shot and killed in Amsterdam https://t.co/Bo86bweu0Dpic.twitter.com/zBDOw4mUCA
— Mirror Football (@MirrorFootball) September 19, 2019
Maynard kom til Englands árið 2014 er hann gekk í raðir Burton þar sem landi hans, Jimmy Floyd Hasselbaink, var þjálfari liðsins.
Hann spilaði í tvö ár með Burton og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku C-deildina á sínu fyrsta tímabili með félaginu.
Meiðsli á hné gerðu honum erfitt fyrir leiktíðina á eftir og fór hann frá Burton árið 2016. Hann hafði spilað í heimalandinu síðan þá.