Hlynur skynjaði að Ingimundur býr í mér Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2019 06:45 Ingvar E. Sigurðsson leikari. FBL/Sigtryggur Ari Menn verða frægir, svo gleymast þeir og verða svo kannski frægir aftur,“ segir Ingvar E. Sigurðsson léttur þegar hann er spurður hvernig heimsfrægum manni líði. „En það hefur verið algert æði fyrir Hvítum, hvítum degi á hátíðum erlendis og mér hefur verið tekið afar vel hvar sem ég hef komið. Ég hef stundum mætt einn á hátíðirnar því Hlynur var að útbúa nýtt heimili fyrir fjölskylduna í Hornafirði og hefur beitt mér fyrir sig.“ Hlutverk Ingvars í myndinni er eitt af þeim stóru sem hann hefur leikið. „Ég er nánast í hverri einustu senu og ég hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem svona stórt hlutverk er skrifað í mynd með mig í huga,“ segir hann.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Ingvar lék titilhlutverkið í Málaranum, lokaverkefni Hlyns Pálmasonar við kvikmyndaskólann í Danmörku. Ingvar segir þá hafa orðið sammála um að vinna meira saman. En átti hann sér fyrirmynd að Ingimundi? „Nei, ekki beint en hann er svolítill þurs, hans gildi í lífinu eru frekar einföld en sterk og vega mikið. Mér finnst hann stundum kallast á við Egil Skallagrímsson. Ingimundur er sendur til sálfræðings sem eru ekki uppáhaldsstundirnar hans. Við getum bara ímyndað okkur Egil hjá sálfræðingi!“ segir Ingvar kankvís.Mótuðuð þið Hlynur karakterinn saman? „Já, Hlynur skynjaði að Ingimundur býr í mér einhvers staðar og treysti mér fyrir þessu.“ Ingvar segir æfingar felast í að taka inn áhrif og melta, lesa handrit, hlusta á tónlist og spjalla. „Það var gaman að fá nýja og nýja leikara að sunnan, ég var búinn að vera í tökum frá upphafi og gat því miðlað stemningunni. Það er gott að fara í ham saman og geta síðan einbeitt sér að verkefninu, gert tilraunir og æft textann. Svo er Hlynur svo iðinn og þótt hann sé búinn að mynda sér glögga sýn á hvað hann vill, þá heldur hann áfram að rannsaka senurnar og prófa þær þangað til þær ná þeim hæðum að það er erfitt að setja á þær fingurinn.“ Myndin var gerð að stórum hluta í Hornafirði, en tökur fóru líka fram á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Oddsskarði. Íslandsfumsýningin var á Höfn og öllum bæjarbúum var boðið, enda segir Ingvar Hornfirðinga hafa gert mikið fyrir myndina. Nú verður forsýning í Háskólabíói í kvöld og Sambíóin hefja almennar sýningar 6. september. Spurður hvort myndin sé kannski of listræn til að ná almenningshylli svarar Ingvar: „Nei, hún er spennandi og mjög aðgengileg. Þú sérð svona mynd eins og Engla alheimsins, sem lifir ennþá, hver mundi ímynda sér það ef maður væri að lýsa viðfangsefninu í orðum? Það er eins með Hvítan, hvítan dag. Ég hvet fólk til að mæta í bíóhús en ekki bíða eftir að geta horft á hana heima í stofu. Ég er búinn að gera margt í gegnum tíðina en mér finnst núna að þetta sé alveg einstök kvikmynd sem á sér fáar hliðstæður. Það eru enn fáir sem þekkja Hlyn en ég álít hann af sömu stærðargráðu af listamanni og Kjarval, Halldór Laxness eða Ásmund Sveinsson. Þetta eru stór orð en ég segi það sem mér finnst. Hann er náttúrutalent, næmur, eljusamur og smekkvís. Lætur sig allt varða og er með endalausar pælingar um hluti sem á endanum skipta óskaplega miklu máli upp á takt verksins í heild.“„Ég er búinn að gera margt í gegnum tíðina en mér finnst núna að þetta sé alveg einstök kvikmynd sem á sér fáar hliðstæður,“ segir Ingvar um Hvítan, hvítan dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriSjálfur kynnist Ingvar mörgum kvikmyndum og hefur samanburðinn. „Þegar ég fer á hátíðir reyni ég að sjá dálítið af myndum og hef stundum verið í dómnefndum úti í heimi, þá verð ég að horfa. Er í evrópskri akademíu og nú er ég að byrja að horfa á þær 46 myndir sem eru tilnefndar til Evrópuverðlaunanna. Þar er meðal annars Hvítur, hvítur dagur, þannig að við fáum að kjósa en erum auðvitað ekki mörg hér á Íslandi. Vonum bara að stóru löndin kveiki á okkur og kjósi okkur.“ Ingvar hefur tekið þátt í erlendum myndum, til dæmis Crimes of Grindewald, sem gerist í Harry Potter-heiminum. Er það ekki dálítið ólíkt því að vera austur á landi? „Í Fantastic Beasts myndunum eru persónur sem búa yfir ofurkröftum og þegar þeir leysast úr læðingi verður maður að leika á móti einhverju ímynduðu í loftinu því tæknibrellurnar eru settar yfir á eftir. En starfið snýst jú um að setja sig í alls kyns aðstæður og láta áhorfandann halda að þær séu raunverulegar.“ Hann veit ekki hvort hann tekur þátt í fleiri myndum í seríunni? „Það var hætt við að drepa mig síðast og leikstjórinn sagði að þeir hefðu áhuga á að sjá mig aftur. En maður veit aldrei, best að bíða bara og sjá til.“ Spurður hvort hann sé í fleiri kvikmyndaverkefnum en því sem þeir Hlynur eru að bralla svarar Ingvar: „Ég er að fara í nokkurra daga tökur norður í landi á mynd sem Valdimar Jóhannsson leikstýrir. Sjón skrifar handritið ásamt honum. Myndin er með Noomi Rapace, Hilmi Snæ og Birni Hlyni í aðalhlutverkum og ég verð þar líka í vægast sagt einkennilegu en mikilvægu hlutverki.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Myndin verður sýnd í Hornafirði Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur mun verða sýnd á Hornafirði þrátt fyrir að bæjarráð hafi synjað ósk um styrk vegna sýningarbúnaðar. 23. ágúst 2019 08:45 Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Menn verða frægir, svo gleymast þeir og verða svo kannski frægir aftur,“ segir Ingvar E. Sigurðsson léttur þegar hann er spurður hvernig heimsfrægum manni líði. „En það hefur verið algert æði fyrir Hvítum, hvítum degi á hátíðum erlendis og mér hefur verið tekið afar vel hvar sem ég hef komið. Ég hef stundum mætt einn á hátíðirnar því Hlynur var að útbúa nýtt heimili fyrir fjölskylduna í Hornafirði og hefur beitt mér fyrir sig.“ Hlutverk Ingvars í myndinni er eitt af þeim stóru sem hann hefur leikið. „Ég er nánast í hverri einustu senu og ég hugsa að þetta sé í fyrsta skipti sem svona stórt hlutverk er skrifað í mynd með mig í huga,“ segir hann.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Ingvar lék titilhlutverkið í Málaranum, lokaverkefni Hlyns Pálmasonar við kvikmyndaskólann í Danmörku. Ingvar segir þá hafa orðið sammála um að vinna meira saman. En átti hann sér fyrirmynd að Ingimundi? „Nei, ekki beint en hann er svolítill þurs, hans gildi í lífinu eru frekar einföld en sterk og vega mikið. Mér finnst hann stundum kallast á við Egil Skallagrímsson. Ingimundur er sendur til sálfræðings sem eru ekki uppáhaldsstundirnar hans. Við getum bara ímyndað okkur Egil hjá sálfræðingi!“ segir Ingvar kankvís.Mótuðuð þið Hlynur karakterinn saman? „Já, Hlynur skynjaði að Ingimundur býr í mér einhvers staðar og treysti mér fyrir þessu.“ Ingvar segir æfingar felast í að taka inn áhrif og melta, lesa handrit, hlusta á tónlist og spjalla. „Það var gaman að fá nýja og nýja leikara að sunnan, ég var búinn að vera í tökum frá upphafi og gat því miðlað stemningunni. Það er gott að fara í ham saman og geta síðan einbeitt sér að verkefninu, gert tilraunir og æft textann. Svo er Hlynur svo iðinn og þótt hann sé búinn að mynda sér glögga sýn á hvað hann vill, þá heldur hann áfram að rannsaka senurnar og prófa þær þangað til þær ná þeim hæðum að það er erfitt að setja á þær fingurinn.“ Myndin var gerð að stórum hluta í Hornafirði, en tökur fóru líka fram á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Oddsskarði. Íslandsfumsýningin var á Höfn og öllum bæjarbúum var boðið, enda segir Ingvar Hornfirðinga hafa gert mikið fyrir myndina. Nú verður forsýning í Háskólabíói í kvöld og Sambíóin hefja almennar sýningar 6. september. Spurður hvort myndin sé kannski of listræn til að ná almenningshylli svarar Ingvar: „Nei, hún er spennandi og mjög aðgengileg. Þú sérð svona mynd eins og Engla alheimsins, sem lifir ennþá, hver mundi ímynda sér það ef maður væri að lýsa viðfangsefninu í orðum? Það er eins með Hvítan, hvítan dag. Ég hvet fólk til að mæta í bíóhús en ekki bíða eftir að geta horft á hana heima í stofu. Ég er búinn að gera margt í gegnum tíðina en mér finnst núna að þetta sé alveg einstök kvikmynd sem á sér fáar hliðstæður. Það eru enn fáir sem þekkja Hlyn en ég álít hann af sömu stærðargráðu af listamanni og Kjarval, Halldór Laxness eða Ásmund Sveinsson. Þetta eru stór orð en ég segi það sem mér finnst. Hann er náttúrutalent, næmur, eljusamur og smekkvís. Lætur sig allt varða og er með endalausar pælingar um hluti sem á endanum skipta óskaplega miklu máli upp á takt verksins í heild.“„Ég er búinn að gera margt í gegnum tíðina en mér finnst núna að þetta sé alveg einstök kvikmynd sem á sér fáar hliðstæður,“ segir Ingvar um Hvítan, hvítan dag. Fréttablaðið/Sigtryggur AriSjálfur kynnist Ingvar mörgum kvikmyndum og hefur samanburðinn. „Þegar ég fer á hátíðir reyni ég að sjá dálítið af myndum og hef stundum verið í dómnefndum úti í heimi, þá verð ég að horfa. Er í evrópskri akademíu og nú er ég að byrja að horfa á þær 46 myndir sem eru tilnefndar til Evrópuverðlaunanna. Þar er meðal annars Hvítur, hvítur dagur, þannig að við fáum að kjósa en erum auðvitað ekki mörg hér á Íslandi. Vonum bara að stóru löndin kveiki á okkur og kjósi okkur.“ Ingvar hefur tekið þátt í erlendum myndum, til dæmis Crimes of Grindewald, sem gerist í Harry Potter-heiminum. Er það ekki dálítið ólíkt því að vera austur á landi? „Í Fantastic Beasts myndunum eru persónur sem búa yfir ofurkröftum og þegar þeir leysast úr læðingi verður maður að leika á móti einhverju ímynduðu í loftinu því tæknibrellurnar eru settar yfir á eftir. En starfið snýst jú um að setja sig í alls kyns aðstæður og láta áhorfandann halda að þær séu raunverulegar.“ Hann veit ekki hvort hann tekur þátt í fleiri myndum í seríunni? „Það var hætt við að drepa mig síðast og leikstjórinn sagði að þeir hefðu áhuga á að sjá mig aftur. En maður veit aldrei, best að bíða bara og sjá til.“ Spurður hvort hann sé í fleiri kvikmyndaverkefnum en því sem þeir Hlynur eru að bralla svarar Ingvar: „Ég er að fara í nokkurra daga tökur norður í landi á mynd sem Valdimar Jóhannsson leikstýrir. Sjón skrifar handritið ásamt honum. Myndin er með Noomi Rapace, Hilmi Snæ og Birni Hlyni í aðalhlutverkum og ég verð þar líka í vægast sagt einkennilegu en mikilvægu hlutverki.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Myndin verður sýnd í Hornafirði Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur mun verða sýnd á Hornafirði þrátt fyrir að bæjarráð hafi synjað ósk um styrk vegna sýningarbúnaðar. 23. ágúst 2019 08:45 Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Myndin verður sýnd í Hornafirði Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur mun verða sýnd á Hornafirði þrátt fyrir að bæjarráð hafi synjað ósk um styrk vegna sýningarbúnaðar. 23. ágúst 2019 08:45
Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13
Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09