Hvítur hvítur dagur seld til yfir 30 landa Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2019 16:30 Ingvar E. Sigurðsson fer með aðalhlutverkið í myndinni. Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur hefur verið seld til yfir 30 landa - þar á meðal til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Frakklands, Sviss, Bretlands, Spánar, Póllands, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Ungverjalands, Þýskalands, Austurríkis, Kína, Grikklands, Tékklands, Slóvakíu, Írlands, Rússlands, Belgíu, Hollands, Lúxemborg, Eistlands, Lettlands, Litháen, Bosníu- og Hersegóvínu, Króatíu, Norður-Makedóníu, Svartfjallalands, Serbíu og Slóveníu. Nú síðast bættust við sölur til Bandaríkjanna og Kanada en myndin á Norður-Ameríku frumsýningu á hinni virtu Toronto kvikmyndahátíð þann 9. september næstkomandi. Alþjóðlegt sölufyrirtæki myndarinnar er New Europe Film Sales en Film Movement mun sjá um dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures og einn af yfirframleiðendum er Guðmundur Arnar Guðmundsson, en myndin er íslensk/dönsk/sænsk samframleiðsla. Hvítur hvítur dagur er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og er í forvali til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Kvikmyndin segir frá Ingimundi sem er lögreglustjóri sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást. Helstu leikarar eru þau Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Arnmundur Ernst Backman, Björn Ingi Hilmarsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elíasdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sverrir Þór Sverrisson, Þór Tulinius. Myndin var forsýnd í Háskólabíó í gærkvöldi og verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á föstudag. Menning Tengdar fréttir Myndin verður sýnd í Hornafirði Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur mun verða sýnd á Hornafirði þrátt fyrir að bæjarráð hafi synjað ósk um styrk vegna sýningarbúnaðar. 23. ágúst 2019 08:45 Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Hlynur skynjaði að Ingimundur býr í mér Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur notið mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum eftir að hún var heimsfrumsýnd í Cannes og Ingvar E. Sigurðsson verið valinn besti karlleikarinn. 3. september 2019 06:45 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Hvítur hvítur dagur hefur verið seld til yfir 30 landa - þar á meðal til Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Frakklands, Sviss, Bretlands, Spánar, Póllands, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Ungverjalands, Þýskalands, Austurríkis, Kína, Grikklands, Tékklands, Slóvakíu, Írlands, Rússlands, Belgíu, Hollands, Lúxemborg, Eistlands, Lettlands, Litháen, Bosníu- og Hersegóvínu, Króatíu, Norður-Makedóníu, Svartfjallalands, Serbíu og Slóveníu. Nú síðast bættust við sölur til Bandaríkjanna og Kanada en myndin á Norður-Ameríku frumsýningu á hinni virtu Toronto kvikmyndahátíð þann 9. september næstkomandi. Alþjóðlegt sölufyrirtæki myndarinnar er New Europe Film Sales en Film Movement mun sjá um dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum.Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn Hlynur Pálmason leikstýrir og skrifar handritið að Hvítum, hvítum degi. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir Join Motion Pictures og einn af yfirframleiðendum er Guðmundur Arnar Guðmundsson, en myndin er íslensk/dönsk/sænsk samframleiðsla. Hvítur hvítur dagur er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og er í forvali til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Kvikmyndin segir frá Ingimundi sem er lögreglustjóri sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást. Helstu leikarar eru þau Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Arnmundur Ernst Backman, Björn Ingi Hilmarsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elíasdóttir, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sverrir Þór Sverrisson, Þór Tulinius. Myndin var forsýnd í Háskólabíó í gærkvöldi og verður frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu á föstudag.
Menning Tengdar fréttir Myndin verður sýnd í Hornafirði Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur mun verða sýnd á Hornafirði þrátt fyrir að bæjarráð hafi synjað ósk um styrk vegna sýningarbúnaðar. 23. ágúst 2019 08:45 Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13 Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09 Hlynur skynjaði að Ingimundur býr í mér Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur notið mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum eftir að hún var heimsfrumsýnd í Cannes og Ingvar E. Sigurðsson verið valinn besti karlleikarinn. 3. september 2019 06:45 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Myndin verður sýnd í Hornafirði Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur mun verða sýnd á Hornafirði þrátt fyrir að bæjarráð hafi synjað ósk um styrk vegna sýningarbúnaðar. 23. ágúst 2019 08:45
Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. 20. ágúst 2019 18:13
Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 22. maí 2019 19:09
Hlynur skynjaði að Ingimundur býr í mér Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur notið mikillar velgengni á kvikmyndahátíðum eftir að hún var heimsfrumsýnd í Cannes og Ingvar E. Sigurðsson verið valinn besti karlleikarinn. 3. september 2019 06:45