Mercedes-Benz GLE fær AMG 53 kraftaútgáfu 5. september 2019 07:45 Mercedes-Benz AMG GLE 53. Mercedes-Benz GLE sem leysti af M-Class jeppann hefur verið á markaði síðan árið 2016 og nú fær hann kraftaútgáfu í formi 429 hestafla AMG 53 bíls. Hann verður vopnaður 3,0 lítra bensínvél með tveimur öflugum forþjöppum og 48V mild-hybrid kerfi sem færir bílnum auka 22 hestöfl til skamms tíma. Bíllinn er því snöggur á sprettinum og kemst í 100 km hraða á 5,3 sekúndum. Bíllinn er engu að síður sparneytinn og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 9,4 lítrar á hverja ekna 100 km. Bíllinn verður á loftpúðafjöðrun og fær risastóra 400 mm bremsudiska til að hemja allan kraftinn.Loftpúðafjöðrun lækkar bílinn GLE AMG 53 bíllinn stendur 15 mm lægra á vegi en hefðbundinn GLE-jeppi þegar hann er stilltur á Sport eða Sport+ akstursstillingu og lækkar sig sjálfur í hvaða stillingu sem er þegar farið er yfir 120 km hraða. Velja má milli sex mismunandi gerða álfelga á bílinn, frá 20 til 22 tommu. Bíllinn er að auki með 60 mm styttra hjólhaf en hefðbundinn GLE til að auka á aksturshæfni hans. Stuðarar bílsins eru öðruvísi en í hinum hefðbundna og með stærra loftinntaki að framan, fjögur púströr eru að aftan, fótstig bílsins eru úr ryðfríu stáli og stöguð AMG-framsæti eru í bílnum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Mercedes-Benz GLE sem leysti af M-Class jeppann hefur verið á markaði síðan árið 2016 og nú fær hann kraftaútgáfu í formi 429 hestafla AMG 53 bíls. Hann verður vopnaður 3,0 lítra bensínvél með tveimur öflugum forþjöppum og 48V mild-hybrid kerfi sem færir bílnum auka 22 hestöfl til skamms tíma. Bíllinn er því snöggur á sprettinum og kemst í 100 km hraða á 5,3 sekúndum. Bíllinn er engu að síður sparneytinn og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 9,4 lítrar á hverja ekna 100 km. Bíllinn verður á loftpúðafjöðrun og fær risastóra 400 mm bremsudiska til að hemja allan kraftinn.Loftpúðafjöðrun lækkar bílinn GLE AMG 53 bíllinn stendur 15 mm lægra á vegi en hefðbundinn GLE-jeppi þegar hann er stilltur á Sport eða Sport+ akstursstillingu og lækkar sig sjálfur í hvaða stillingu sem er þegar farið er yfir 120 km hraða. Velja má milli sex mismunandi gerða álfelga á bílinn, frá 20 til 22 tommu. Bíllinn er að auki með 60 mm styttra hjólhaf en hefðbundinn GLE til að auka á aksturshæfni hans. Stuðarar bílsins eru öðruvísi en í hinum hefðbundna og með stærra loftinntaki að framan, fjögur púströr eru að aftan, fótstig bílsins eru úr ryðfríu stáli og stöguð AMG-framsæti eru í bílnum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent