Volkswagen Group mokselur í Kína 5. september 2019 08:15 Á meðan sala bíla í Kína minnkaði um 13% jók Volkswagen söluna um 1,3%. Það skiptir bílaframleiðendur líklega mestu máli að vel gangi að selja bíla þeirra á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Það á sem stendur við bílarisann Volkswagen Group en í júlí jók fyrirtækið við sölu sína þrátt fyrir heilmikinn samdrátt almennt í Kína, bæði í þeim mánuði og undanfarið ár. Sala Audi-bíla í júlí jókst um 6%, sala Volkswagen-bíla um 2%, en sala Skoda-bíla dróst saman um 16%, en heildaraukningin nam 1,3%. Á meðan féll salan í Kína um 13% svo árangur Volkswagen Group verður að teljast góður og fyrirtækið hefur verulega unnið á í markaðshlutdeild að undanförnu í Kína.Stefnir í 3,8 milljón bíla sölu Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur VW Group selt 2,23 milljónir bíla í Kína og stefnir því í um 3,8 milljón bíla sölu þar í ár. Í ár stefnir í um 20 milljón bíla heildarsölu í Kína og því gæti markaðshlutdeild VW Group orðið um 19%. General Motors frá Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum gengið einkar vel að selja bíla sína í Kína en þó hafa síðustu mánuðir ekki verið gjöfulir og minnkaði sala GM um 20% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Margir aðrir bílaframleiðendur hafa horft á samsvarandi samdrátt að undanförnu. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður
Það skiptir bílaframleiðendur líklega mestu máli að vel gangi að selja bíla þeirra á stærsta bílamarkaði heims, í Kína. Það á sem stendur við bílarisann Volkswagen Group en í júlí jók fyrirtækið við sölu sína þrátt fyrir heilmikinn samdrátt almennt í Kína, bæði í þeim mánuði og undanfarið ár. Sala Audi-bíla í júlí jókst um 6%, sala Volkswagen-bíla um 2%, en sala Skoda-bíla dróst saman um 16%, en heildaraukningin nam 1,3%. Á meðan féll salan í Kína um 13% svo árangur Volkswagen Group verður að teljast góður og fyrirtækið hefur verulega unnið á í markaðshlutdeild að undanförnu í Kína.Stefnir í 3,8 milljón bíla sölu Á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur VW Group selt 2,23 milljónir bíla í Kína og stefnir því í um 3,8 milljón bíla sölu þar í ár. Í ár stefnir í um 20 milljón bíla heildarsölu í Kína og því gæti markaðshlutdeild VW Group orðið um 19%. General Motors frá Bandaríkjunum hefur á undanförnum árum gengið einkar vel að selja bíla sína í Kína en þó hafa síðustu mánuðir ekki verið gjöfulir og minnkaði sala GM um 20% í júlí miðað við sama mánuð í fyrra. Margir aðrir bílaframleiðendur hafa horft á samsvarandi samdrátt að undanförnu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður