Ágeng innansveitartragedía Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. september 2019 12:00 Hvítur, hvítur dagur er ljót, falleg, átakanleg og á köflum fyndin mynd. Hvítur, hvítur dagur er stemningsmynd sem nagar sig hægt og bítandi en af sívaxandi þunga djúpt í vitund áhorfenda. Að því gefnu að þeir hafi ekki stein í hjartastað og þurfi ekki að láta mata sig með kjaftavaðli þar sem Hlynur herjar grimmt á tilfinningarnar með ágengu, útpældu og látlausu myndmáli sem snertir ýmsa strengi sálarinnar á víxl með kulda og hlýju. Ingimundur er lögreglustjóri í smábæ úti á landi og sem slíkur mátulega ferkantaður og nokkuð dæmigerður, tilfinningakrepptur miðaldra karl sem reynir af veikum mætti slíkra að takast á við sorgina þegar hann missir eiginkonu sína í bílslysi. Í honum bergmálar hinn ómögulegi, alíslenski frumkarlmaður Bjartur í Sumarhúsum sem sagði eins og frægt er orðið að „þegar maður á lífsblóm þá byggir maður hús“, og því miður fjarar hratt undan þeim báðum í steinsteypubröltinu. Lífsblóm Ingimundar er dótturdóttirin Salka og til þess að koma sér undan því að horfast í augu við sinn mikla missi leggur hann ofurkapp á að gera upp tæplega fokhelt hús fyrir dóttur sína og barnabarnið sem er helsti félagsskapur hans í því stússi. Því miður kemur það fólki oftast í koll að byrgja tilfinningar sínar inni og leyfa þeim að krauma þar til upp úr sýður en það gerist hjá Ingimundi þegar að honum læðist grunur um að eiginkonan hafi verið honum ótrú. Grunurinn verður að þráhyggju sem hverfist um meintan friðil hinnar látnu þannig að heltekinn missir Ingimundur smám saman tökin á sjálfum sér og því haldreipi sem Salka er honum. Þetta samband og sambandsleysi afa og barnabarnsins er undurfagurt og átakanlegt og um leið undursamlegur kjarninn sem þessi ljúfsára kvikmynd hverfist um. Að sjálfsögðu telst það ekki til tíðinda að Ingvar Sigurðsson sýni stórleik en hann toppar sig algerlega og fer með himinskautum í yfirvegaðri og látlausri túlkun á tilfinningalegu gjörningaveðrinu sem geisar undir köldu yfirborði Ingimundar. Samleikur Ingvars og Ídu Mekkínar Hlynsdóttur, tíu ára gamallar dóttur leikstjórans, er svo einfaldlega galdur þar sem Ída hefur í fullu tré við stórleikarann þannig að mann sundlar á köflum andspænis tilfinningadýptinni sem þau töfra fram á tjaldinu. Ingvar og Ída bera myndina í raun uppi en eru dyggilega studd traustum leikurum þannig að Hlyni tekst að reka smiðshögg á þétta heildarmynd sem stendur á föstum grunni seigfljótandi sögu sem er allt í senn hugvekjandi, harmræn og fyndin á milli þess sem hún verður beinlínis ógnvekjandi í takt við spennuna sem stigmagnast jafnt og þétt á meðan myndmálið, allt umhverfi, tónlist og sviðsmynd sá alls konar fræjum í huga áhorfandans.Niðurstaða:Hvítur, hvítur dagur er dálítið bara eins og lífið sjálft. Ljót, falleg, átakanleg og á köflum fyndin. Hún kemur róti á hugann, vekur alls konar hughrif og tilfinningar en þyngstur er slagkrafturinn í dásamlegum samleik þungavigtarleikarans Ingvars Sigurðssonar og hinnar ungu Ídu Mekkínar Hlynsdóttur. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur er stemningsmynd sem nagar sig hægt og bítandi en af sívaxandi þunga djúpt í vitund áhorfenda. Að því gefnu að þeir hafi ekki stein í hjartastað og þurfi ekki að láta mata sig með kjaftavaðli þar sem Hlynur herjar grimmt á tilfinningarnar með ágengu, útpældu og látlausu myndmáli sem snertir ýmsa strengi sálarinnar á víxl með kulda og hlýju. Ingimundur er lögreglustjóri í smábæ úti á landi og sem slíkur mátulega ferkantaður og nokkuð dæmigerður, tilfinningakrepptur miðaldra karl sem reynir af veikum mætti slíkra að takast á við sorgina þegar hann missir eiginkonu sína í bílslysi. Í honum bergmálar hinn ómögulegi, alíslenski frumkarlmaður Bjartur í Sumarhúsum sem sagði eins og frægt er orðið að „þegar maður á lífsblóm þá byggir maður hús“, og því miður fjarar hratt undan þeim báðum í steinsteypubröltinu. Lífsblóm Ingimundar er dótturdóttirin Salka og til þess að koma sér undan því að horfast í augu við sinn mikla missi leggur hann ofurkapp á að gera upp tæplega fokhelt hús fyrir dóttur sína og barnabarnið sem er helsti félagsskapur hans í því stússi. Því miður kemur það fólki oftast í koll að byrgja tilfinningar sínar inni og leyfa þeim að krauma þar til upp úr sýður en það gerist hjá Ingimundi þegar að honum læðist grunur um að eiginkonan hafi verið honum ótrú. Grunurinn verður að þráhyggju sem hverfist um meintan friðil hinnar látnu þannig að heltekinn missir Ingimundur smám saman tökin á sjálfum sér og því haldreipi sem Salka er honum. Þetta samband og sambandsleysi afa og barnabarnsins er undurfagurt og átakanlegt og um leið undursamlegur kjarninn sem þessi ljúfsára kvikmynd hverfist um. Að sjálfsögðu telst það ekki til tíðinda að Ingvar Sigurðsson sýni stórleik en hann toppar sig algerlega og fer með himinskautum í yfirvegaðri og látlausri túlkun á tilfinningalegu gjörningaveðrinu sem geisar undir köldu yfirborði Ingimundar. Samleikur Ingvars og Ídu Mekkínar Hlynsdóttur, tíu ára gamallar dóttur leikstjórans, er svo einfaldlega galdur þar sem Ída hefur í fullu tré við stórleikarann þannig að mann sundlar á köflum andspænis tilfinningadýptinni sem þau töfra fram á tjaldinu. Ingvar og Ída bera myndina í raun uppi en eru dyggilega studd traustum leikurum þannig að Hlyni tekst að reka smiðshögg á þétta heildarmynd sem stendur á föstum grunni seigfljótandi sögu sem er allt í senn hugvekjandi, harmræn og fyndin á milli þess sem hún verður beinlínis ógnvekjandi í takt við spennuna sem stigmagnast jafnt og þétt á meðan myndmálið, allt umhverfi, tónlist og sviðsmynd sá alls konar fræjum í huga áhorfandans.Niðurstaða:Hvítur, hvítur dagur er dálítið bara eins og lífið sjálft. Ljót, falleg, átakanleg og á köflum fyndin. Hún kemur róti á hugann, vekur alls konar hughrif og tilfinningar en þyngstur er slagkrafturinn í dásamlegum samleik þungavigtarleikarans Ingvars Sigurðssonar og hinnar ungu Ídu Mekkínar Hlynsdóttur.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira