Jónas Sigurðsson gefur út tónlistarmyndband við Höldum áfram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2019 13:47 Jónas og félagar óðu út í sjó við tökur á myndbandinu. Í dag, laugardag, sendir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson frá sér nýtt myndband við lagið Höldum áfram af plötunni Milda hjartað. Myndbandið er unnið af Bernhard Kristni ljósmyndara og var tekið upp í sjónum og fjörunni við Þorlákshöfn á haustdögum 2018. Myndbandið var skotið við frekar vafasamar aðstæður svo ekki sé meira sagt, en Björgunarsveitin Mannbjörg sá til þess að fór vel fram á meðan Jónas og Tómas Jónsson busluðu í sjónum ásamt gömlu píanói sem þeir höfðu dröslað út í sjó meðan á tökunum stóð.Klippa: Jónas Sig - Höldum áfram Platan Milda hjartað kom út undir lok árs 2018 og hefur hlotið mikið lof en hún var tilnefnd til fimm verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum.Jónas segir lagið hafa verið innblásið af hugmyndinni að manneskja verði að „keep on keepin‘ on,“ en frasinn kom fram í fjölmörgum slögurum tuttugustu aldarinnar. Frasinn er líklegast eftirminnilegastur í laginu Tangled Up in Blue með Bob Dylan.Jónas og Lúðrasveit Þorlákshafnar.aðsend/Davíð þór„Lagið Höldum áfram byggir á þessari fallegu hugmynd. Að vera manneskja er að lifa er fastur í óskiljanlegum heimi sem hefur ekkert þekkt upphaf og engan endi. Við lifum í tíma sem byrjaði hvergi og við vitum ekki hvar hann gæti endað.“ Segir Jónas.Jónas á spjalli við gesti.aðsend/davíð þór Jónas fagnaði útgáfunni á æskuslóðum í Þorlákshöfn í hádeginu í dag með fólkinu sem lagði hönd á plóg við gerð myndbandsins. Meðfylgjandi eru myndir úr frumsýningarpartýinu en þar var mikil gleði. Gamla lúðrasveitin hans Jónasar sló meira að segja til og mætti óvænt. Sveitin tók lagið og Jónas spilaði undir.aðsend/davíð þór Menning Ölfus Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í dag, laugardag, sendir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson frá sér nýtt myndband við lagið Höldum áfram af plötunni Milda hjartað. Myndbandið er unnið af Bernhard Kristni ljósmyndara og var tekið upp í sjónum og fjörunni við Þorlákshöfn á haustdögum 2018. Myndbandið var skotið við frekar vafasamar aðstæður svo ekki sé meira sagt, en Björgunarsveitin Mannbjörg sá til þess að fór vel fram á meðan Jónas og Tómas Jónsson busluðu í sjónum ásamt gömlu píanói sem þeir höfðu dröslað út í sjó meðan á tökunum stóð.Klippa: Jónas Sig - Höldum áfram Platan Milda hjartað kom út undir lok árs 2018 og hefur hlotið mikið lof en hún var tilnefnd til fimm verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum.Jónas segir lagið hafa verið innblásið af hugmyndinni að manneskja verði að „keep on keepin‘ on,“ en frasinn kom fram í fjölmörgum slögurum tuttugustu aldarinnar. Frasinn er líklegast eftirminnilegastur í laginu Tangled Up in Blue með Bob Dylan.Jónas og Lúðrasveit Þorlákshafnar.aðsend/Davíð þór„Lagið Höldum áfram byggir á þessari fallegu hugmynd. Að vera manneskja er að lifa er fastur í óskiljanlegum heimi sem hefur ekkert þekkt upphaf og engan endi. Við lifum í tíma sem byrjaði hvergi og við vitum ekki hvar hann gæti endað.“ Segir Jónas.Jónas á spjalli við gesti.aðsend/davíð þór Jónas fagnaði útgáfunni á æskuslóðum í Þorlákshöfn í hádeginu í dag með fólkinu sem lagði hönd á plóg við gerð myndbandsins. Meðfylgjandi eru myndir úr frumsýningarpartýinu en þar var mikil gleði. Gamla lúðrasveitin hans Jónasar sló meira að segja til og mætti óvænt. Sveitin tók lagið og Jónas spilaði undir.aðsend/davíð þór
Menning Ölfus Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp