Bíó og sjónvarp

Uppselt á frumsýningu Héraðsins í Toronto

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinrik Ólafsson, Grímur Hákonarson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Valgeir Sigurðsson.
Hinrik Ólafsson, Grímur Hákonarson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Valgeir Sigurðsson.
Kvikmyndin Héraðið eftir Grím Hákonarson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gærkvöldi og var það í fyrsta sem myndin var sýnd utan landsteinanna. Grímur segir sýninguna hafa frábæra og gesti hafa tekið myndinni mjög vel.

„Það var uppselt fyrir nokkrum dögum og fólk klappaði lengi á eftir. Ég hef góða tilfinningu fyrir framhaldinu,“ segir Grímur í tilkynningu.

Arndís Hrönn Egilsdóttir, aðalleikkona myndarinnar, segir magnað hve mikið þessi sagar úr litlu samfélagi á Íslandi virtist snerta við áhorfendum. Hún og Grímur svöruðu spurningum áhorfenda eftir sýninguna.

„Fólk var mjög forvitið að vita meira um bakgrunn sögunnar, um Kaupfélagið og byltinguna hennar Ingu,“ segir Arndís.

Valgeir Sigurðsson samdi tónlist myndarinnar og var hann einnig staddur í salnum. Héraðið verður sýnd áfram á hátíðinni og í framhaldinu fer hún á fleiri kvikmyndahátíðir og einnig í almennar sýningar víðsvegar um Evrópu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×