Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 21:39 Persóna Toms Holland, Köngulóarmaðurinn, verður ekki hluti af Marvel ofurhetjuheiminum lengur. getty/ Alberto E. Rodriguez Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira