Rúmfræði: Hvað er það sem gerir þig góðan í rúminu? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. ágúst 2019 20:15 Hvað er það sem gerir þig að virkilega góðum bólfélaga? Er eitthvað eitt sem að er mikilvægara en annað? Hvað er það sem gerir okkur góð í rúminu? Og hvað er það raunverulega að vera GÓÐUR í rúminu? Er það að vera ævintýragjarn og sérfróður um allar helstu stellingar og trikk eða er það að vera með sjálfstraustið í lagi og tjá sig um það sem manni finnst gott og hvað maður vill gera? Eðli máli samkvæmt ætti ekki að vera neitt eitt svar rétt við þessari spurningu og ábyggilega eru þessi atriði hér að ofan allt mikilvægir þættir fyrir einhverja. En líkamar okkar eru ólíkir og misjafnt hvað vekur upp örvun og losta hjá manneskjum. Væntingar okkar og langanir eru einnig mjög misjafnar og það ætti því að vera ómögulegt að tilgreina eitthvað eitt sem gerir okkur góða bólfélaga. Eða hvað?Tímaritið Cosmopolitan gerði nýverið könnun þar sem fólk var beðið um að nefna hvað þeim þætti einkenna einstaklinga sem eru góðir í rúminu. Það sem vakti athygli var eiginleiki sem tæplega 4000 einstaklingar voru sammála um. Það var ekki að sofa hjá manneskju með mikla reynslu eða manneskju sem býr yfir einstaklega mikilli tækni í bólfimi, ef svo má að orði komast. Heldur það að sofa hjá manneskju sem þú finnur að þráir að sofa hjá þér og það að finna fyrir eldmóð og ákafa manneskjunar væri það mikilvægasta til að upplifa gott kynlíf. Góðir bólfélagar eru sem sagt þeir sem sýna eldmóð og þránna til að stunda kynlíf með þér. Þetta var stærsti samnefnarinn og átti við bæði um konur og karla. Út frá þessu má kannski draga þá ályktun að umfram alla aðra eiginleika þá viljum við finna fyrir þrá?Að heyra því hvíslað að þér hversu mikið manneskjan vill þig, hvernig hún dáist að þér og langar í þig þegar þið stundið kynlíf er samkvæmt þessu eitthvað sem fólki virðist finnast gera gott kynlíf ennþá betra og manneskjur að góðum bólfélögum. Ef þú virkilega þráir manneskjuna sem þú ert að stunda kynlíf með, gerðu þá allt sem þú getur til að láta hana finna fyrir því. Með orðum, leikjum, ástríðu og umfram allt sýndu henni athygli og áhuga. Til ofureinföldunar mætti kannski segja að lykillinn að góðu kynlífi sé sá að vera að stunda kynlíf með manneskju sem þú virkilega þráir. Og ennþá mikilvægara, láta hana upplifa það. Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Móðurmál: Margrét Erla Maack og meðgangan Fjöllistakonan Margrét Erla Maack svarar spurningum Makamála um meðgönguna. Í lok september á hún von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Tómasi Steindórssyni. Móðurmál er nýr vikulegur liður á Makamálum þar sem viðtal er tekið bæði viði verðandi og nýbakaðar mæður. Allar fá þær sömu stöðluðu spurningarnar og er markmiðið að sýna hversu ólíkar upplifanir konur hafa af meðgöngu. 19. ágúst 2019 22:00 Emojional: Rikki G um lífið og rómantík Ríkharður Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi á Stöð 2. Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um lífið og rómantíkina. Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum). Sjáum hversu emojional Rikki G er. 20. ágúst 2019 20:15 Einhleypan: Ása Bríet segir ástina púsluspil Ása Bríet er 23 ára klæðskeri og textílhönnuður. Síðasta árið hefur hún unnið sjálfstætt í ýmsum verkefnum og mikið með íslensku tónlistarfólki. Ása Bríet er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 20. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Sölvi lætur sig gráta til að líða betur Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Hvað er það sem gerir okkur góð í rúminu? Og hvað er það raunverulega að vera GÓÐUR í rúminu? Er það að vera ævintýragjarn og sérfróður um allar helstu stellingar og trikk eða er það að vera með sjálfstraustið í lagi og tjá sig um það sem manni finnst gott og hvað maður vill gera? Eðli máli samkvæmt ætti ekki að vera neitt eitt svar rétt við þessari spurningu og ábyggilega eru þessi atriði hér að ofan allt mikilvægir þættir fyrir einhverja. En líkamar okkar eru ólíkir og misjafnt hvað vekur upp örvun og losta hjá manneskjum. Væntingar okkar og langanir eru einnig mjög misjafnar og það ætti því að vera ómögulegt að tilgreina eitthvað eitt sem gerir okkur góða bólfélaga. Eða hvað?Tímaritið Cosmopolitan gerði nýverið könnun þar sem fólk var beðið um að nefna hvað þeim þætti einkenna einstaklinga sem eru góðir í rúminu. Það sem vakti athygli var eiginleiki sem tæplega 4000 einstaklingar voru sammála um. Það var ekki að sofa hjá manneskju með mikla reynslu eða manneskju sem býr yfir einstaklega mikilli tækni í bólfimi, ef svo má að orði komast. Heldur það að sofa hjá manneskju sem þú finnur að þráir að sofa hjá þér og það að finna fyrir eldmóð og ákafa manneskjunar væri það mikilvægasta til að upplifa gott kynlíf. Góðir bólfélagar eru sem sagt þeir sem sýna eldmóð og þránna til að stunda kynlíf með þér. Þetta var stærsti samnefnarinn og átti við bæði um konur og karla. Út frá þessu má kannski draga þá ályktun að umfram alla aðra eiginleika þá viljum við finna fyrir þrá?Að heyra því hvíslað að þér hversu mikið manneskjan vill þig, hvernig hún dáist að þér og langar í þig þegar þið stundið kynlíf er samkvæmt þessu eitthvað sem fólki virðist finnast gera gott kynlíf ennþá betra og manneskjur að góðum bólfélögum. Ef þú virkilega þráir manneskjuna sem þú ert að stunda kynlíf með, gerðu þá allt sem þú getur til að láta hana finna fyrir því. Með orðum, leikjum, ástríðu og umfram allt sýndu henni athygli og áhuga. Til ofureinföldunar mætti kannski segja að lykillinn að góðu kynlífi sé sá að vera að stunda kynlíf með manneskju sem þú virkilega þráir. Og ennþá mikilvægara, láta hana upplifa það.
Kynlíf Rúmfræði Tengdar fréttir Móðurmál: Margrét Erla Maack og meðgangan Fjöllistakonan Margrét Erla Maack svarar spurningum Makamála um meðgönguna. Í lok september á hún von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Tómasi Steindórssyni. Móðurmál er nýr vikulegur liður á Makamálum þar sem viðtal er tekið bæði viði verðandi og nýbakaðar mæður. Allar fá þær sömu stöðluðu spurningarnar og er markmiðið að sýna hversu ólíkar upplifanir konur hafa af meðgöngu. 19. ágúst 2019 22:00 Emojional: Rikki G um lífið og rómantík Ríkharður Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi á Stöð 2. Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um lífið og rómantíkina. Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum). Sjáum hversu emojional Rikki G er. 20. ágúst 2019 20:15 Einhleypan: Ása Bríet segir ástina púsluspil Ása Bríet er 23 ára klæðskeri og textílhönnuður. Síðasta árið hefur hún unnið sjálfstætt í ýmsum verkefnum og mikið með íslensku tónlistarfólki. Ása Bríet er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 20. ágúst 2019 14:00 Mest lesið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Makamál Sölvi lætur sig gráta til að líða betur Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fyrsti kossinn til á filmu, skjalfest augnablik og ódauðlegt Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Móðurmál: Margrét Erla Maack og meðgangan Fjöllistakonan Margrét Erla Maack svarar spurningum Makamála um meðgönguna. Í lok september á hún von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Tómasi Steindórssyni. Móðurmál er nýr vikulegur liður á Makamálum þar sem viðtal er tekið bæði viði verðandi og nýbakaðar mæður. Allar fá þær sömu stöðluðu spurningarnar og er markmiðið að sýna hversu ólíkar upplifanir konur hafa af meðgöngu. 19. ágúst 2019 22:00
Emojional: Rikki G um lífið og rómantík Ríkharður Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi á Stöð 2. Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um lífið og rómantíkina. Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum). Sjáum hversu emojional Rikki G er. 20. ágúst 2019 20:15
Einhleypan: Ása Bríet segir ástina púsluspil Ása Bríet er 23 ára klæðskeri og textílhönnuður. Síðasta árið hefur hún unnið sjálfstætt í ýmsum verkefnum og mikið með íslensku tónlistarfólki. Ása Bríet er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 20. ágúst 2019 14:00
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál
Móðurmál: „Þú ert ekkert meiri ofurmamma ef þú gerir allt sjálf, allir foreldrar þurfa hvíld“ Makamál