Parísarsamkomulagið dugar of skammt Heimsljós kynnir 27. ágúst 2019 15:15 UN/Mark Garten António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Parísarsamkomulagið um aðgerðir í loftslagsmálum dugi of skammt og hvetur ríki heims til að gera betur. „Það er afar brýnt að ríki skuldbindi sig til að bæta við fyrirheitin í París, því þau duga of skammt,“ sagði Guterres að loknum leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims (G7) í Biarritz í Frakklandi. Guterres telur að þörf sé á meiri metnaði í aðgerðum gegn hamfarahlýnun jarðar og öflugri skuldbindingu. Hann bendir jafnframt á að aðgerðum í samræmi við Parísarsamkomulagið hafi ekki öllum verið hrint í framkvæmd. Á fundi með fréttamönnum sagði Guterres að hann hafi sótt leiðtogafund G7 sem gestur í því skyni vekja athygli á leiðtogafundi um loftslagsaðgerðir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Hann sagði G7 fundinn fela í sér gott tækifæri til að kalla eftir öflugum aðgerðum alþjóðasamfélagsins. „Við höfum séð almenna borgara fylkja liði, ungt fólk fylkja liði og við vonumst til að fulltrúar ríkja heims komi til New York til að skuldbinda sig til að ná kolefnisjöfnuði fyrir árið 2050,“ sagði Guterres. „Til þess þarf að endurskoða landsáætlanir um loftslagsaðgerðir sem endurnýja ber eftir 2020. Og við verðum að hafa hugfast að skattleggja ber kolefni ekki fólk. Binda ber enda á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og hætta að byggja kolaorkuver eftir 2020.“ „Ung fólk hefur verið í fararbroddi og við munum byrja fundinn með leiðtogafundi ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum, en við þurfum á góðum fordæmum að halda, ekki síst af hálfu þeirra sem tilheyra G7 ríkjunum,” sagði aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Eins og áður hefur komið fram var Esther Hallsdóttir á dögunum kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa. Esther kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í næsta mánuði. Byggt á frétt UNRIC - Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna telur að Parísarsamkomulagið um aðgerðir í loftslagsmálum dugi of skammt og hvetur ríki heims til að gera betur. „Það er afar brýnt að ríki skuldbindi sig til að bæta við fyrirheitin í París, því þau duga of skammt,“ sagði Guterres að loknum leiðtogafundi sjö helstu iðnríkja heims (G7) í Biarritz í Frakklandi. Guterres telur að þörf sé á meiri metnaði í aðgerðum gegn hamfarahlýnun jarðar og öflugri skuldbindingu. Hann bendir jafnframt á að aðgerðum í samræmi við Parísarsamkomulagið hafi ekki öllum verið hrint í framkvæmd. Á fundi með fréttamönnum sagði Guterres að hann hafi sótt leiðtogafund G7 sem gestur í því skyni vekja athygli á leiðtogafundi um loftslagsaðgerðir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði. Hann sagði G7 fundinn fela í sér gott tækifæri til að kalla eftir öflugum aðgerðum alþjóðasamfélagsins. „Við höfum séð almenna borgara fylkja liði, ungt fólk fylkja liði og við vonumst til að fulltrúar ríkja heims komi til New York til að skuldbinda sig til að ná kolefnisjöfnuði fyrir árið 2050,“ sagði Guterres. „Til þess þarf að endurskoða landsáætlanir um loftslagsaðgerðir sem endurnýja ber eftir 2020. Og við verðum að hafa hugfast að skattleggja ber kolefni ekki fólk. Binda ber enda á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og hætta að byggja kolaorkuver eftir 2020.“ „Ung fólk hefur verið í fararbroddi og við munum byrja fundinn með leiðtogafundi ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum, en við þurfum á góðum fordæmum að halda, ekki síst af hálfu þeirra sem tilheyra G7 ríkjunum,” sagði aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Eins og áður hefur komið fram var Esther Hallsdóttir á dögunum kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa. Esther kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í næsta mánuði. Byggt á frétt UNRIC - Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent