Hinn nýi Defender á tökustað James Bond Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Nýi Defenderinn var ekki í neinum feluklæðum á tökustað nýjustu Bond-myndarinnar fyrir skömmu. Instagram Nú standa yfir tökur á nýrri James Bond mynd, No Time to Die, en svo virðist sem hinn nýi Land Rover Defender hafi hlutverki að gegna í myndinni. Til bílsins sást á settinu fyrir skömmu og það algerlega án feluklæða. Því má hér sjá endanlegt útlit þessa goðsagnakennda bíls sem hefur ekki verið í framleiðslu nú í nokkurn tíma, en stutt er í að hann komi aftur á markað. Eins og á myndinni sést er bíllinn áfram ansi kassalaga, en þó með örlítið nýtískulegri og mýkri línum en forverinn og ekki fer hjá því að sjá megi ættarsvip með bílnum og nýjasta Range Rover. Þar er ekki leiðum að líkjast. Á myndinni að dæma má einnig sjá að bíllinn stendur hátt frá vegi og mikið bil er á milli dekkja hans og brettanna og má leiða að því líkur að bíllinn atarna sé með hækkanlega loftpúðafjöðrun. Ekki verður langt að bíða þess að Land Rover sýni almenningi alla dýrðina, en bíllinn mun að öllum líkindum standa á pöllunum á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst 10. september. Hann fer þó ekki í almenna sölu fyrr en á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bíó og sjónvarp James Bond Tengdar fréttir Búið að tilkynna titil næstu Bond-myndar Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. 20. ágúst 2019 16:52 Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nú standa yfir tökur á nýrri James Bond mynd, No Time to Die, en svo virðist sem hinn nýi Land Rover Defender hafi hlutverki að gegna í myndinni. Til bílsins sást á settinu fyrir skömmu og það algerlega án feluklæða. Því má hér sjá endanlegt útlit þessa goðsagnakennda bíls sem hefur ekki verið í framleiðslu nú í nokkurn tíma, en stutt er í að hann komi aftur á markað. Eins og á myndinni sést er bíllinn áfram ansi kassalaga, en þó með örlítið nýtískulegri og mýkri línum en forverinn og ekki fer hjá því að sjá megi ættarsvip með bílnum og nýjasta Range Rover. Þar er ekki leiðum að líkjast. Á myndinni að dæma má einnig sjá að bíllinn stendur hátt frá vegi og mikið bil er á milli dekkja hans og brettanna og má leiða að því líkur að bíllinn atarna sé með hækkanlega loftpúðafjöðrun. Ekki verður langt að bíða þess að Land Rover sýni almenningi alla dýrðina, en bíllinn mun að öllum líkindum standa á pöllunum á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst 10. september. Hann fer þó ekki í almenna sölu fyrr en á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Bíó og sjónvarp James Bond Tengdar fréttir Búið að tilkynna titil næstu Bond-myndar Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. 20. ágúst 2019 16:52 Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16 Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Búið að tilkynna titil næstu Bond-myndar Næsta Bond-mynd, sem verður sú 25. í röðinni, mun bera titilinn „No Time to Die“, sem á íslensku myndi útleggjast sem „Enginn tími til að deyja“. 20. ágúst 2019 16:52
Lynch sögð leika 007 í næstu Bond-mynd Talið er að breska leikkonan Lashana Lynch, sem meðal annars hefur leikið í myndum á borð við Captain Marvel, leiki hlutverk útsendara bresku krúnunnar, 15. júlí 2019 09:16