214 gerðir rafmagns- og tengiltvinnbíla verða í boði árið 2021 Finnur Thorlacius skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Rafmagnsbíll í hleðslu. Stöð 2 Svo hröð er þróun rafmagns- og tengiltvinnbíla sem að hluta eru drifnir áfram af rafmagni að búist er við því að bílkaupendur geti valið á milli 214 gerða slíkra bíla árið 2021. Það er 60% meira úrval en við lok síðasta árs. Þessar tölur koma frá European Federation for Transport and Environment og eru byggðar á rannsóknum frá IHS Markit. Ef þessi könnun er nærri lagi getur fólk í bílahugleiðingum valið á milli 92 hreinræktaðra rafmagnsbíla og 118 tengiltvinnbíla árið 2021. Enn fremur sýnir þessi könnun að árið 2025 verða 22% nýrra bílgerða með rafmagnstengi. Mesta framleiðsla þessara bíla í Evrópu verður í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og Ítalíu, en það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem þau eru stærstu lönd álfunnar, reyndar ásamt Bretlandi. Árið 2023 er líka búist við að 16 stórar rafhlöðuverksmiðjur verði starfræktar í Evrópu. Lúxusbílamerkin taka ekki síður þátt í þessari rafbílavæðingu og sífellt fjölgar þeim bílamerkjum sem bætast í hóp þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Svo hröð er þróun rafmagns- og tengiltvinnbíla sem að hluta eru drifnir áfram af rafmagni að búist er við því að bílkaupendur geti valið á milli 214 gerða slíkra bíla árið 2021. Það er 60% meira úrval en við lok síðasta árs. Þessar tölur koma frá European Federation for Transport and Environment og eru byggðar á rannsóknum frá IHS Markit. Ef þessi könnun er nærri lagi getur fólk í bílahugleiðingum valið á milli 92 hreinræktaðra rafmagnsbíla og 118 tengiltvinnbíla árið 2021. Enn fremur sýnir þessi könnun að árið 2025 verða 22% nýrra bílgerða með rafmagnstengi. Mesta framleiðsla þessara bíla í Evrópu verður í Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni og Ítalíu, en það kemur ef til vill ekki á óvart þar sem þau eru stærstu lönd álfunnar, reyndar ásamt Bretlandi. Árið 2023 er líka búist við að 16 stórar rafhlöðuverksmiðjur verði starfræktar í Evrópu. Lúxusbílamerkin taka ekki síður þátt í þessari rafbílavæðingu og sífellt fjölgar þeim bílamerkjum sem bætast í hóp þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent