A$AP Rocky, sem heitir réttu nafni Rakim Meyers, var í sumar handtekinn vegna gruns um líkamsárás 30.júní. Rocky var handtekinn 3.júlí síðastliðinn og sat í gæsluvarðhaldi í rúman mánuð í Stokkhólmi.
Donald Trump Bandaríkjaforseti, gerði tilraunir til þess að greiða úr flækju rapparans og hringdi í forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, og talaði máli Rocky. Fyrir dómi neitaði A$AP Rocky sök en var að lokum dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar.
Nýtt lagi rapparans, sem ber heitið Babuskha Boy, er það fyrsta sem gefið er út eftir vandræði rapparans í kringum líkamsárásina í Svíþjóð. Myndband við lagið er komið út má sjá það hér að neðan en því er leikstýrt af Nadiu Lee Cohen.
Í myndbandinu sést Rocky ásamt félögum sínum ræna banka og flýja lögregluna, sem skipuð er svínum.
Eins og gefur að skilja þá hlær sá best sem síðast hlær og í myndbandinu við Babuskha Boy er það A$AP Rocky.