Börn í Afríku verða í meirihluta sárafátækra í heiminum árið 2030 Heimsljós kynnir 29. ágúst 2019 11:45 Frá Malaví. Gunnisal Fátækt meðal barna í Afríku kemur til með að aukast á næstu árum, að mati fræðimanna hjá Overseas Development Institute (ODI) í Bretlandi. Í nýrri grein er bent á að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun geri ráð fyrir að útrýma fátækt í heiminum fyrir árið 2030. Það markmið fjarlægist fyrir einn aldurshóp í einni heimsálfu: börn í Afríku, segir í greininni. Framtíðarspár ODI miðað við núverandi ástand gera ráð fyrir að hartnær 305 milljónir barna í Afríku – tvö börn af hverjum fimm – komi til með að búa við sára fátækt árið 2030, eða helmingur allra jarðarbúa í sárri fátækt. Að meðaltali fæðist 87 milljónir barna inn í sára fátækt allan næsta áratug, segja fræðimenn ODI, þau Kevin Watkins og Maria Quat. „Birtingarmynd fátæktar í heiminum breytist hratt,“ segja þau. „Í þessari grein skoðum við eina erfiðustu en jafnframt minnst rannsökuðu hlið á þessum breytingum: augljósa hlutfallslega fjölgun afrískra barna í heildarmyndinni um sárafátækt í heiminum. Heimsmarkmiðin fela í sér fyrirheit þjóða heims að útrýma sárri fátækt fyrir árið 2030 „í allri sinni mynd alls staðar“ en eins og staðan er núna verður ekki staðið við þau fyrirheit gagnvart börnum í Afríku. Samkvæmt uppfærðum spám teljum við að 304,7 milljónir barna í Afríku sunnan Sahara komi til með að búa við sárafátækt árið 2030. Hlutfall þessara barna í heildarfjölda sárafátækra í heiminum verður þá 55%, borið saman við 43% árið 2018 – og þrisvar sinnum hærra hlutfall en árið 2000,“ segir í greininni. Að mati ODI hefði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Heimsmarkmiðin á mörgum sviðum ef ekki tekst að ráða fram úr fátækt barna í Afríku. „Fylgifiskur fátæktar barna er aukin hætta á heilsuleysi og fjölgun dauðsfalla, vannæring og takmarkaðri námstækifæri,“ segir í greininni. Þá segir að grípa þurfi til skjótra og markvissra aðgerða. „Það er tímabært að ríkisstjórnir í Afríku, framlagsríki, alþjóðlegar stofnanir og frjáls félagasamtök taki höndum saman um að þróa heildstæð viðbrögð í baráttunni gegn fátækt barna. Trúverðugleiki Heimsmarkmiðanna veltur á því og það sem mikilvægara er: framtíð barna í þessum heimshluta.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent
Fátækt meðal barna í Afríku kemur til með að aukast á næstu árum, að mati fræðimanna hjá Overseas Development Institute (ODI) í Bretlandi. Í nýrri grein er bent á að Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun geri ráð fyrir að útrýma fátækt í heiminum fyrir árið 2030. Það markmið fjarlægist fyrir einn aldurshóp í einni heimsálfu: börn í Afríku, segir í greininni. Framtíðarspár ODI miðað við núverandi ástand gera ráð fyrir að hartnær 305 milljónir barna í Afríku – tvö börn af hverjum fimm – komi til með að búa við sára fátækt árið 2030, eða helmingur allra jarðarbúa í sárri fátækt. Að meðaltali fæðist 87 milljónir barna inn í sára fátækt allan næsta áratug, segja fræðimenn ODI, þau Kevin Watkins og Maria Quat. „Birtingarmynd fátæktar í heiminum breytist hratt,“ segja þau. „Í þessari grein skoðum við eina erfiðustu en jafnframt minnst rannsökuðu hlið á þessum breytingum: augljósa hlutfallslega fjölgun afrískra barna í heildarmyndinni um sárafátækt í heiminum. Heimsmarkmiðin fela í sér fyrirheit þjóða heims að útrýma sárri fátækt fyrir árið 2030 „í allri sinni mynd alls staðar“ en eins og staðan er núna verður ekki staðið við þau fyrirheit gagnvart börnum í Afríku. Samkvæmt uppfærðum spám teljum við að 304,7 milljónir barna í Afríku sunnan Sahara komi til með að búa við sárafátækt árið 2030. Hlutfall þessara barna í heildarfjölda sárafátækra í heiminum verður þá 55%, borið saman við 43% árið 2018 – og þrisvar sinnum hærra hlutfall en árið 2000,“ segir í greininni. Að mati ODI hefði það afdrifaríkar afleiðingar fyrir Heimsmarkmiðin á mörgum sviðum ef ekki tekst að ráða fram úr fátækt barna í Afríku. „Fylgifiskur fátæktar barna er aukin hætta á heilsuleysi og fjölgun dauðsfalla, vannæring og takmarkaðri námstækifæri,“ segir í greininni. Þá segir að grípa þurfi til skjótra og markvissra aðgerða. „Það er tímabært að ríkisstjórnir í Afríku, framlagsríki, alþjóðlegar stofnanir og frjáls félagasamtök taki höndum saman um að þróa heildstæð viðbrögð í baráttunni gegn fátækt barna. Trúverðugleiki Heimsmarkmiðanna veltur á því og það sem mikilvægara er: framtíð barna í þessum heimshluta.“Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent