Genfarsamningar í sjötíu ár Heimsljós kynnir 12. ágúst 2019 16:00 Fyrsti Genfarsamningurinn var samþykktur 1864. 12. ágúst 1949 var fjórði og síðasti samningurinn samþykktur þegar allir fyrri samningarnir voru teknir til endurskoðunar. Sjötíu ár eru í dag liðin frá samþykkt Genfarsamninganna fjögurra. Þessir samningar, sem byggðir eru á fyrri Genfarsamningum og Haagsamningnum, marka þáttaskil í þróun alþjóðlegra mannúðarlaga. Með þeim er lögfest mun ríkari vernd en áður þekktist fyrir fórnarlömb stríðsátaka. Í tilefni þessara tímamóta er fjallað ítarlega um Genfarsamninganna í Fréttablaðinu í dag og er þar meðal annars rætt við Guðlaug Þór Þórðarsson utanríkisráðherra um þýðingu þeirra. „Við þurfum sífellt að minna á þá og auka þekkingu almennt á alþjóðlegum mannúðarlögum, bæði meðal herja og almennings um þá vernd sem honum ber. Jafnframt þarf að halda áfram að draga til ábyrgðar fyrir glæpi í vopnuðum átökum,“ segir Guðlaugur Þór í grein Fréttablaðsins. Genfarsamningarnir eiga að tryggja fólki lágmarksmannréttindi á ófriðartímum. Þeim er sérstaklega ætlað að vernda réttindi þeirra sem ekki taka þátt í átökunum: óbreyttra borgara, stríðsfanga, særðra hermanna og einnig lækna og hjúkrunarfólks sem sinna þeim sem særst hafa á átakasvæðum. Árið 1977 voru gerðar tvær bókanir við samningana sem takmarka enn frekar þær aðferðir sem leyfilegt er að beita í stríði. Sú fyrri varðar alþjóðleg átök en seinni bókunin tekur sérstaklega til innanlandsófriðar. Er litið svo á að margar af þeim reglum, sem eru í samningunum og bókununum við þá séu orðnar þjóðréttarvenja og þar með reglur sem öll ríki heims eru bundin af. Á vefsíðu Rauða kross Íslands er að finna margvíslegan fróðleik um Genfarsamningana en Alþjóðaráð Rauða krossins hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast með að samningarnir séu virtir af þeim ríkisstjórnum sem hafa undirritað þá og eiga þátt í átökum. Það eru því einkum særðir og sjúkir hermenn, stríðsfangar og almennir borgarar sem njóta verndar á grundvelli samninganna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent
Sjötíu ár eru í dag liðin frá samþykkt Genfarsamninganna fjögurra. Þessir samningar, sem byggðir eru á fyrri Genfarsamningum og Haagsamningnum, marka þáttaskil í þróun alþjóðlegra mannúðarlaga. Með þeim er lögfest mun ríkari vernd en áður þekktist fyrir fórnarlömb stríðsátaka. Í tilefni þessara tímamóta er fjallað ítarlega um Genfarsamninganna í Fréttablaðinu í dag og er þar meðal annars rætt við Guðlaug Þór Þórðarsson utanríkisráðherra um þýðingu þeirra. „Við þurfum sífellt að minna á þá og auka þekkingu almennt á alþjóðlegum mannúðarlögum, bæði meðal herja og almennings um þá vernd sem honum ber. Jafnframt þarf að halda áfram að draga til ábyrgðar fyrir glæpi í vopnuðum átökum,“ segir Guðlaugur Þór í grein Fréttablaðsins. Genfarsamningarnir eiga að tryggja fólki lágmarksmannréttindi á ófriðartímum. Þeim er sérstaklega ætlað að vernda réttindi þeirra sem ekki taka þátt í átökunum: óbreyttra borgara, stríðsfanga, særðra hermanna og einnig lækna og hjúkrunarfólks sem sinna þeim sem særst hafa á átakasvæðum. Árið 1977 voru gerðar tvær bókanir við samningana sem takmarka enn frekar þær aðferðir sem leyfilegt er að beita í stríði. Sú fyrri varðar alþjóðleg átök en seinni bókunin tekur sérstaklega til innanlandsófriðar. Er litið svo á að margar af þeim reglum, sem eru í samningunum og bókununum við þá séu orðnar þjóðréttarvenja og þar með reglur sem öll ríki heims eru bundin af. Á vefsíðu Rauða kross Íslands er að finna margvíslegan fróðleik um Genfarsamningana en Alþjóðaráð Rauða krossins hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast með að samningarnir séu virtir af þeim ríkisstjórnum sem hafa undirritað þá og eiga þátt í átökum. Það eru því einkum særðir og sjúkir hermenn, stríðsfangar og almennir borgarar sem njóta verndar á grundvelli samninganna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent