Í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar hefst sagan á Íslandi þar sem Kendall Roy, sem leikinn er af Jeremy Strong, er rifinn af stað af Ragnari Magnússyni til þess að koma fram í sjónvarpsviðtali. Sá sem fer með hlutverk Ragnars er enginn annar en Ingvar E. Sigurðsson.
Íslensk náttúra fær að njóta sín í þættinum en í upphafi þáttarins sést Roy njóta sín í heilsulind með fallega náttúru í bakgrunni. Þeir félagar keyra svo til Reykjavíkur þar sem honum er skutlað í fyrrnefnt sjónvarpsviðtal sem fer fram í húsnæði Ríkisútvarpsins.
Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum en líkt og áður kom fram er fyrsti þáttur sýndur á Stöð 2 klukkan 20:35 í kvöld.