Daimler sektað um 140 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2019 08:00 Mercedes Benz C350e. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, á yfir höfði sér háa sekt fyrir dísilvélasvindl og gæti sektarupphæðin numið 1 milljarði evra, eða um 140 milljörðum króna. Það eru saksóknarar í Stuttgart, heimaborg Mercedes-Benz, sem munu leggja fram sektina á hendur Daimler. Mun sektarupphæðin að líkindum nema 5.000 evrum á hvern þann bíl sem Mercedes-Benz seldi með svindlhugbúnaði og því gæti sektarupphæðin jafnvel orðið hærri en 1 milljarður evra. Rannsóknin á svindli Mercedes-Benz stendur enn yfir og verða lyktir hennar ekki ljósar fyrr en við enda þessa árs. Samkvæmt rannsókninni er líklega um að ræða 280.000 Benz-bíla af gerðunum C-Class og E-Class og hefur Mercedes-Benz verið gert að innkalla alla þessa bíla og lagfæra þá svo búnaður þeirra falli að lögum. Líklega verður Daimler einnig ákært af bandarískum yfirvöldum af sömu ástæðu. Þýsk yfirvöld hafa þegar lagt sektir á Volkswagen upp á 1 milljarð evra, Audi 800 milljónir evra, Porsche 535 milljónir evra og Bosch, sem hannaði svindlhugbúnaðinn, upp á 90 milljónir evra.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent