Þá voru þó 22 lið í deildinni en fyrsti leikurinn fór fram milli á Sheffield United og Manchester United. Fyrsta mark deildarinnar skoraði Brian Dean með skalla er hann kom Sheffield United yfir.
Fyrsta markið kom strax á 5. mínútu en Deane var aftur á ferðinni á 50. mínútu er hann tvöfaldaði forystu Sheffield United.
15/08 - On this day in 1992, @premierleague football began - Brian Deane scored the first ever goal in the competition, a header for @SheffieldUnited against Manchester United. Dawn. pic.twitter.com/sB5B3XlEIB
— OptaJoe (@OptaJoe) August 15, 2019
Mark Hughes, fyrrum stjóri Stoke og fleiri liða, minnkaði muninn á 61. mínútu eftir langa spyrnu Peter Schmeichel. Lokatölur urðu 2-1 sigur Sheffield United.
United hefur síðan þá unnið ensku úrvalsdeildina þrettán sinnum og er sigursælasta liðið í ensku úrvalsdeildinni, í þeirri mynd sem hún er í dag.
Það er gaman að segja frá því að 27 árum síðar er Sheffield United komið á nýjan leik í ensku úrvalsdeildina en þeir tryggðu sér upp úr ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.
Þeir gerðu jafntefli við Bournemouth á útivelli í fyrstu umferðinni og mæta Crystal Palace á heimavelli um helgina.
On this day 27 years ago Brian Deane netted the first ever @premierleague goal #SUFCpic.twitter.com/nSSVrSiJut
— Sheffield United (@SheffieldUnited) August 15, 2019