110 sm lax sá stærsti í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2019 08:40 110 sm laxinn í höndunum á Ingva, þetta er sá stærsti í sumar. Mynd: Ingvi Örn Ingvason FB Þrátt fyrir bágar veiðitölur í mörgum ánum fer sá tími að renna í hönd að stóru hængarnir fara að gerast árásargjarnari á flugur veiðimanna. Sú á sem líklegast státar yfirleitt á hverju sumri af stærsta eða í það minnsta flestum stórlöxum er án efa Laxá í Nesi og það eru margir veiðimenn sem gera sér ferð þangað til þess eins að komast í klúbb veiðimanna þar sem er 20 punda klúbburinn. En það er líka hægt að skora aðeins stærra en það og það sýnir stærsti lax sumarsins til þessa sem var landað þar í gær en hann var 110 sm langur og samkvæmt stöðlum líklega um eða yfir 30 pund. Veiðimaðurinn var Ingvi Örn Ingvason og laxinn tók á Hólmavaðsstíflunni. Í sama holli er formaður SVFR, Jón Þór Ólason og tók hann 100 sm lax í gær. Eins veiddust 96 sm og 93 sm laxar í þessu holli hjá hópnum sem er kallaður kippurnar en sá vaski hópur hefur veitt Aðaldalinn í mörg ár en þessi lax sem Ingvi veiddi er sá stærsti sem hefur komið á land hjá hópnum frá upphafi. Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði
Þrátt fyrir bágar veiðitölur í mörgum ánum fer sá tími að renna í hönd að stóru hængarnir fara að gerast árásargjarnari á flugur veiðimanna. Sú á sem líklegast státar yfirleitt á hverju sumri af stærsta eða í það minnsta flestum stórlöxum er án efa Laxá í Nesi og það eru margir veiðimenn sem gera sér ferð þangað til þess eins að komast í klúbb veiðimanna þar sem er 20 punda klúbburinn. En það er líka hægt að skora aðeins stærra en það og það sýnir stærsti lax sumarsins til þessa sem var landað þar í gær en hann var 110 sm langur og samkvæmt stöðlum líklega um eða yfir 30 pund. Veiðimaðurinn var Ingvi Örn Ingvason og laxinn tók á Hólmavaðsstíflunni. Í sama holli er formaður SVFR, Jón Þór Ólason og tók hann 100 sm lax í gær. Eins veiddust 96 sm og 93 sm laxar í þessu holli hjá hópnum sem er kallaður kippurnar en sá vaski hópur hefur veitt Aðaldalinn í mörg ár en þessi lax sem Ingvi veiddi er sá stærsti sem hefur komið á land hjá hópnum frá upphafi.
Mest lesið SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði