Laxveiðimenn fagna rigningarspá Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2019 14:00 Nokkrar af bestu laxveiðiám landsins renna eins og litlir lækir og hafa gert í rúmlega mánuð en það er vonandi að breytast. Það virðist loksins vera einhver rigning í kortunum og ef hún verður nægileg gæti orðið einhver breyting til batnaðar. Árnar í Dölunum og á vesturlandi eru margar hverjar í lélegasta vatni sem þær hafa verið í og ár sem hafa fjölda hylja og þar sem veitt er á 8-12 stangir eru kannski ekki með neina á annan tug veiðistaða sem hægt er að veiða í þessu vatni og sumar færri. Þegar langtímaspáin er skoðuð er ekki um neitt úrhelli að ræða en vonandi eitthvað sem fer að gera eitthvað fyrir árnar, bæði að hækka vatnið eitthvað en eins að bæta súrefni í árnar. Það er alveg hægt að veiða í litlu vatni en það verður frekar erfitt þegar ofan á lítið vatn bætast endalausir sólardagar, heitt vatn og lítið súrefni í ánum. Kólnandi veður, skýjað og rigning, helst nóg af henni er það sem laxveiðimenn eru að biðja um núna. Mest lesið Stefnir í þurrkasumar í laxveiðiánum Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Góð laxveiði í Þjórsá Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði
Nokkrar af bestu laxveiðiám landsins renna eins og litlir lækir og hafa gert í rúmlega mánuð en það er vonandi að breytast. Það virðist loksins vera einhver rigning í kortunum og ef hún verður nægileg gæti orðið einhver breyting til batnaðar. Árnar í Dölunum og á vesturlandi eru margar hverjar í lélegasta vatni sem þær hafa verið í og ár sem hafa fjölda hylja og þar sem veitt er á 8-12 stangir eru kannski ekki með neina á annan tug veiðistaða sem hægt er að veiða í þessu vatni og sumar færri. Þegar langtímaspáin er skoðuð er ekki um neitt úrhelli að ræða en vonandi eitthvað sem fer að gera eitthvað fyrir árnar, bæði að hækka vatnið eitthvað en eins að bæta súrefni í árnar. Það er alveg hægt að veiða í litlu vatni en það verður frekar erfitt þegar ofan á lítið vatn bætast endalausir sólardagar, heitt vatn og lítið súrefni í ánum. Kólnandi veður, skýjað og rigning, helst nóg af henni er það sem laxveiðimenn eru að biðja um núna.
Mest lesið Stefnir í þurrkasumar í laxveiðiánum Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði Góð laxveiði í Þjórsá Veiði Saga stangveiða: Fnjóská - hin dásamlega afrétt Veiði Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Urriðafoss með bestu veiði á stöng Veiði