Vetrarhlé og myndbandadómgæsla í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 13:30 Allir vellir úrvalsdeildarinnar nema Old Trafford og Anfield eru með skjái sem munu sýna áhorfendum hvað verið er að skoða. nordicphotos/Getty Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld með leik Liverpool og Norwich en fyrsta umferðin klárast síðan um helgina. Þetta verður sögulegt tímabil og það eru allavega tvær ástæður fyrir því. Tvær stórar breytingar hafa verið gerðar í ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilið 2019-20. Nú er í fyrsta sinn vetrarhlé á deildinni og þá verður notast við myndbandsdómgæslu í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.Vetrarhlé í fyrsta sinn á Englandi Í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni er búið að ákveða að lið í deildinni fái tíu daga hvíld yfir vetrartímann til að takast á við leikjaálagið sem fylgir liðum í efstu deild. Kemur það niður á fimmtu umferð ensku bikarkeppninn Um árabil hafa erlendir knattspyrnustjórar kallað eftir því að deildarkeppnin taki upp vetrarfrí eins og þekkist í flestum stærstu deildum Evrópu. Þjálfarar enska landsliðsins hafa yfirleitt tekið í sama streng í von um að minnka hættuna á meiðslum en rík hefð fyrir knattspyrnu á Englandi yfir jólavertíðina hefur komið í veg fyrir það. Tíu leikja umferð í febrúar verður deilt á tvær helgar sem veitir öllum liðunum tíu daga frí í febrúar og er yfirmaður enska knattspyrnusambandsins, Martin Glenn, vongóður um að það hafi góð áhrif á enska landsliðið fyrir Evrópumótið næsta sumar. „Það hefur staðið til lengi að koma að vetrarhléi í úrvalsdeildinni og ég held að enska landsliðið og liðin sem keppa í Evrópukeppnunum í vor muni njóta góðs af þessu hléi.“Myndbandsdómgæsla notuð í vetur Í fyrsta sinn verður notast við myndbandsdómgæslu (e. video assistant referee) í leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í vetur. Samþykkt var á fundi síðasta vetur að innleiða myndbands-dómgæslu frá og með þessu tíma-bili og verður Andre Marriner fyrsti myndbandsdómarinn í kvöld þegar hann verður Michael Oliver og dómarateyminu til aðstoðar á Anfield á meðan á leik Liverpool og Norwich stendur. Nítján mánuðir eru liðnir síðan myndbandsdómgæsla var í fyrsta sinn notuð á Englandi í bikarleik Brighton og Crystal Palace og velgengni þess leiddi til þess að myndbandsdómgæsla var notuð í flestum deildabikar- og bikarleikjum á Englandi á síðasta tímabili. Þá var tæknin notuð í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í vor og er komin í gagnið í efstu deild Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og á Spáni. Myndbandsdómgæsla reyndist skilja liðin Manchester City og Tottenham að í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Þá virtist Raheem Sterling hafa tryggt Manchester City sigurinn í uppbótartíma en mark hans var flautað af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira