Tónlist

Lady Gaga sökuð um að hafa stolið Shallow

Andri Eysteinsson skrifar
Lady Gaga og Bradley Cooper syngja lagið Shallow.
Lady Gaga og Bradley Cooper syngja lagið Shallow. Getty/Kevin Winter
Lagahöfundurinn Steve Ronsen hefur sakað söng- og leikkonuna Lady Gaga um að hafa stolið laglínunni í óskarsverðlaunalaginu Shallow sem birtist í kvikmyndinni A Star is Born í fyrra. Independent greinir frá.

Ronsen telur að Gaga hafi stolið lagi sínu Almost sem kom út á SoundCloud sex árum áður en Shallow var gefið út.

Lögfræðingur Lady Gaga, Orin Snyder gefur lítið fyrir ásakanir Ronsen og segir: „Herra Ronsen og lögmaður hans eru að reyna að græða pening á kostnað vinsæls tónlistarmanns. Þetta er skammarlegt og rangt. Lady Gaga á hrós skilið fyrir að standa á sínu í þessu máli,“ en Lady Gaga hefur hafnað þessum ásökunum Ronsen.

Lögmaður Ronsen segir að tilraun hafi verið gerð fyrr á árinu til þess að leysa málið á góðu nótunum. Lögfræðiteymi Lady Gaga hafi verið færð öll gögn sem til þarf. Hljóðdæmi og vitnisburður frá tónlistarsérfræðingum sem eru sannfærðir um líkindi laganna.

Heyra má lögin hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.