Sonur Ole Gunnar Solskjær spilar á móti Manchester United í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 14:30 Ole Gunnar Solskjær með Noah son sinn eftir að hann varð Englandsmeistari með Manchester United árið 2001. Það var fjórði meistaratitilinn af sex sem Ole Gunnar vann með Manchester United. Getty/StuForster /Allsport Noah Solskjaer, 19 ára sonur Ole Gunnar Solskjær, spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Kristiansund í kvöld. Svo vill til að leikurinn er á móti Manchester United. Manchester United mætir Kristiansund í dag í næst síðasta undirbúningsleik sínum fyrir tímabilið en leikurinn fer fram á Ullevaal Stadion í Osló. Ole Gunnar Solskjær fæddist í Kristiansund og hóf ferillinn með Clausenengen sem er lið frá bænum. Hann fór síðan þaðan til Molde og varð síðan orðinn leikmaður Manchester United 23 ára gamall. Solskjær snéri síðan aftur til Molde og var þjálfari liðsins þegar kallið kom frá Old Trafford. Hann tók fyrst við til bráðabrigða í desember 2018 en var síðan fastráðinn undir lok síðasta tímabils. Ole Gunnar er nú á sínu fyrsta undirbúningstímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann er nú kominn með lið sitt heim til Noregs og fær nú tækifæri til að stýra því á móti stráknum sínum. Noah Solskjaer er í hópnum fyrir leik Kristiansund á móti Manchester United í kvöld. Leikurinn hefst 17.00 að íslenskum tíma.Imagine making your senior debut for your family's hometown club against Manchester United, the team managed by your father. It looks likely to happen ➡ https://t.co/d4yg7TiWr3#ManUtd#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/S6myBHM8UQ — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019Noah Solskjær hefur enn ekki náð að spila fyrir aðallið Kristiansund en á að baki þrettán leiki með b-liði félagsins. Noah spilar ekki í fremstu víglínu eins og faðir sinn heldur inn á miðjunni. „Faðir hans var betri eftir því sem hann komst nærri vítateignum en Noah er meira leikmaður sem er að setja upp sóknir síns liðs,“ sagði Christian Michelsen, þjálfari Kristiansund. „Hann hefur mikla hæfileika og er með góðan skilning á fótbolta. Noah hefur farið í gegnum góðan skóla,“ sagði Michelsen. Noah sjálfur sagði það í viðtali nýlega að hann byggi ekki leik sinn á leik föðurs síns heldur horfi hann meira til leikmanns eins og Michael Carrick, fyrrum leikmanns Manchester United. „Ég er miklu meira sexa á miðjunni heldur en tía. Það væri gaman að fá að spila í þessum leik. Ég er búinn að sjá svo marga svona stórleiki að ég er orðinn vanur þeim,“ sagði Noah Solskjær en BBC segir frá. Enski boltinn Noregur Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Noah Solskjaer, 19 ára sonur Ole Gunnar Solskjær, spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Kristiansund í kvöld. Svo vill til að leikurinn er á móti Manchester United. Manchester United mætir Kristiansund í dag í næst síðasta undirbúningsleik sínum fyrir tímabilið en leikurinn fer fram á Ullevaal Stadion í Osló. Ole Gunnar Solskjær fæddist í Kristiansund og hóf ferillinn með Clausenengen sem er lið frá bænum. Hann fór síðan þaðan til Molde og varð síðan orðinn leikmaður Manchester United 23 ára gamall. Solskjær snéri síðan aftur til Molde og var þjálfari liðsins þegar kallið kom frá Old Trafford. Hann tók fyrst við til bráðabrigða í desember 2018 en var síðan fastráðinn undir lok síðasta tímabils. Ole Gunnar er nú á sínu fyrsta undirbúningstímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United. Hann er nú kominn með lið sitt heim til Noregs og fær nú tækifæri til að stýra því á móti stráknum sínum. Noah Solskjaer er í hópnum fyrir leik Kristiansund á móti Manchester United í kvöld. Leikurinn hefst 17.00 að íslenskum tíma.Imagine making your senior debut for your family's hometown club against Manchester United, the team managed by your father. It looks likely to happen ➡ https://t.co/d4yg7TiWr3#ManUtd#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/S6myBHM8UQ — BBC Sport (@BBCSport) July 30, 2019Noah Solskjær hefur enn ekki náð að spila fyrir aðallið Kristiansund en á að baki þrettán leiki með b-liði félagsins. Noah spilar ekki í fremstu víglínu eins og faðir sinn heldur inn á miðjunni. „Faðir hans var betri eftir því sem hann komst nærri vítateignum en Noah er meira leikmaður sem er að setja upp sóknir síns liðs,“ sagði Christian Michelsen, þjálfari Kristiansund. „Hann hefur mikla hæfileika og er með góðan skilning á fótbolta. Noah hefur farið í gegnum góðan skóla,“ sagði Michelsen. Noah sjálfur sagði það í viðtali nýlega að hann byggi ekki leik sinn á leik föðurs síns heldur horfi hann meira til leikmanns eins og Michael Carrick, fyrrum leikmanns Manchester United. „Ég er miklu meira sexa á miðjunni heldur en tía. Það væri gaman að fá að spila í þessum leik. Ég er búinn að sjá svo marga svona stórleiki að ég er orðinn vanur þeim,“ sagði Noah Solskjær en BBC segir frá.
Enski boltinn Noregur Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira