Jafnréttisskólinn með námskeið um kynjajafnrétti í Malaví og Úganda Heimsljós kynnir 10. júlí 2019 13:30 Þátttakendur á námskeiðinu í Malaví. Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna við Háskóla Íslands (UNU-GEST) hefur staðið fyrir tveimur fimm daga námskeiðum í samstarfslöndum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu það sem af er árinu. Námskeiðið „Teaching Gender to Youth“ var haldið í Malaví í apríl og í síðustu viku lauk námskeiðinu „Gender and Climate Change“ í Úganda.Þórður og Kristín í Malaví.Námskeiðið um fræðslu til ungs fólks um kynjafræði var haldið í Mangochi héraði í Malaví í samstarfi við sendiráð Íslands í Lilongwe. Þátttakendur voru 56 og í hópnum voru kennaranemar, kennarar og skólastjórnendur. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Kristín Ragnarsdóttir, kennari við Lækjarskóla, og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Kristín og Þórður hafa reynslu af kynjafræði- og jafnréttiskennslu á grunn- og menntaskólastigi. Námskeiðið var haldið undir merkjum samstarfsverkefna íslenskra stjórnvalda með héraðsstjórninni í Mangochi héraði og markmið þess var að innleiða kynjafræði í námskrá sem styður við framgang kvenna og jafnrétti kynjanna í Malaví. Námskeiðið í Úganda fjallaði um kynjafræði og loftslagsbreytingar. Það var haldið í borginni Mbale þar sem sérfræðingum frá Karamoja héraði var boðið að taka þátt. Námskeiðið var byggt á fyrra námskeiði sama efnis sem haldið var í Úganda árin 2012-2013. Námskeiðið í ár var unnið í samstarfi við kvenna- og kynjafræðideild Makerere háskóla, umhverfisráðuneyti Úganda og jafnréttisráðuneyti Úganda með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru sömu og árið 2013, Beatrice Mukasa, Maria Nandago, Lawrence Aribo og Bob Natifu.Þátttakendur á námskeiðinu í Úganda.Þátttakendur námskeiðsins voru 35 talsins og komu bæði úr opinbera og einkageiranum, meðal annars starfsmenn héraðsstjórna, félagasamtaka og fjölmiðla. Með námskeiðinu „Gender and Climate Change“ er lögð áhersla á að hugað sé að kynjajafnrétti í aðgerðum gegn loftslagshamförum. Námskeiðið tengir aðila sem vinna að loftslagsmálum og við stefnumótun á ólíkum svæðum Úganda. Bæði námskeiðin eru til marks um mikilvægi samstarfs Jafnréttisskólans við Malaví og Úganda. Skólinn stefnir að því að bjóða upp á samskonar námskeið í fleiri löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna við Háskóla Íslands (UNU-GEST) hefur staðið fyrir tveimur fimm daga námskeiðum í samstarfslöndum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu það sem af er árinu. Námskeiðið „Teaching Gender to Youth“ var haldið í Malaví í apríl og í síðustu viku lauk námskeiðinu „Gender and Climate Change“ í Úganda.Þórður og Kristín í Malaví.Námskeiðið um fræðslu til ungs fólks um kynjafræði var haldið í Mangochi héraði í Malaví í samstarfi við sendiráð Íslands í Lilongwe. Þátttakendur voru 56 og í hópnum voru kennaranemar, kennarar og skólastjórnendur. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Kristín Ragnarsdóttir, kennari við Lækjarskóla, og Þórður Kristinsson, kennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Kristín og Þórður hafa reynslu af kynjafræði- og jafnréttiskennslu á grunn- og menntaskólastigi. Námskeiðið var haldið undir merkjum samstarfsverkefna íslenskra stjórnvalda með héraðsstjórninni í Mangochi héraði og markmið þess var að innleiða kynjafræði í námskrá sem styður við framgang kvenna og jafnrétti kynjanna í Malaví. Námskeiðið í Úganda fjallaði um kynjafræði og loftslagsbreytingar. Það var haldið í borginni Mbale þar sem sérfræðingum frá Karamoja héraði var boðið að taka þátt. Námskeiðið var byggt á fyrra námskeiði sama efnis sem haldið var í Úganda árin 2012-2013. Námskeiðið í ár var unnið í samstarfi við kvenna- og kynjafræðideild Makerere háskóla, umhverfisráðuneyti Úganda og jafnréttisráðuneyti Úganda með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru sömu og árið 2013, Beatrice Mukasa, Maria Nandago, Lawrence Aribo og Bob Natifu.Þátttakendur á námskeiðinu í Úganda.Þátttakendur námskeiðsins voru 35 talsins og komu bæði úr opinbera og einkageiranum, meðal annars starfsmenn héraðsstjórna, félagasamtaka og fjölmiðla. Með námskeiðinu „Gender and Climate Change“ er lögð áhersla á að hugað sé að kynjajafnrétti í aðgerðum gegn loftslagshamförum. Námskeiðið tengir aðila sem vinna að loftslagsmálum og við stefnumótun á ólíkum svæðum Úganda. Bæði námskeiðin eru til marks um mikilvægi samstarfs Jafnréttisskólans við Malaví og Úganda. Skólinn stefnir að því að bjóða upp á samskonar námskeið í fleiri löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent