Enski boltinn

Stórsigrar hjá Malmö og Bröndby

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur með boltann í leiknum í kvöld.
Hjörtur með boltann í leiknum í kvöld. vísir/getty
Íslendingaliðin Bröndby og Malmö eru í góðum málum eftir fyrri leiki liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en bæði lið unnu stórsigra.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby sem vann 4-1 sigur á finnska liðinu, FC Inter, en staðan var jöfn í hálfleik 1-1.

Kasper Fisker kom inn á miðju danska liðsins í hálfleik og hann skoraði og gaf eina stoðsendingu er Bröndby setti í næsta gír í síðari hálfleik. Lokatölur 4-1.

Arnór Ingvi Traustason lét sér það nægja að sitja á bekknum allan tímann er Malmö rúllaði yfir Ballymena United, 7-0, á heimavelli en Arnór Ingvi er yfirleitt fastamaður í liði Malmö.

Síðari leikir liðanna fara fram að viku liðinni en bæði lið eru komin með annan fótinn í næstu umferð, sér í lagi Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×