170 laxa vika í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2019 10:00 Alls veiddust 170 laxar í Eystri Rangá í vikunni sem leið Mynd: ranga.is Í vikulegum veiðitölum á vef Landssambands Veiðifélaga er ekki að sjá að allar árnar séu í slæmum málum og greinilegt að Eystri Rangá er í blómstra. Vikan í Eystri Rangá skilaði samtals 170 löxum og það er feykna kraftur í göngunum þar þessa dagana. Lax sést á öllum svæðum og áin hefur verið að sýna sínar bestu hliðar. Með þurrkinum sem hefur dunið á veiðimönnum á suður og vesturlandi eru veiðiþyrstir menn og konur farnir að horfa hýru auga á árnar sem eru ekki að basla við vatnsleysi og þar standa upp úr ár eins og Eystri Rangá, Ytri Rangá, Urriðafoss, Skjálfandafljót, Jökla, Sogið og Blanda bara svo nokkrar séu nefndar. Flestir veiðileyfasalar sem selja leyfi í þessar hljóta að fara finna fyrri auknum áhuga á lausum dögum því ekki er ennþá útlit fyrir nægjanlega rigningu næstu sjö daga til að breyta málum í þeim ám sem eru hvað mest kvaldar af vatnsleysi. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði
Í vikulegum veiðitölum á vef Landssambands Veiðifélaga er ekki að sjá að allar árnar séu í slæmum málum og greinilegt að Eystri Rangá er í blómstra. Vikan í Eystri Rangá skilaði samtals 170 löxum og það er feykna kraftur í göngunum þar þessa dagana. Lax sést á öllum svæðum og áin hefur verið að sýna sínar bestu hliðar. Með þurrkinum sem hefur dunið á veiðimönnum á suður og vesturlandi eru veiðiþyrstir menn og konur farnir að horfa hýru auga á árnar sem eru ekki að basla við vatnsleysi og þar standa upp úr ár eins og Eystri Rangá, Ytri Rangá, Urriðafoss, Skjálfandafljót, Jökla, Sogið og Blanda bara svo nokkrar séu nefndar. Flestir veiðileyfasalar sem selja leyfi í þessar hljóta að fara finna fyrri auknum áhuga á lausum dögum því ekki er ennþá útlit fyrir nægjanlega rigningu næstu sjö daga til að breyta málum í þeim ám sem eru hvað mest kvaldar af vatnsleysi.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði