Tónlist

Billi­e Eilish og Justin Bieber sam­eina krafta sína í nýrri út­gáfu af Bad Guy

Sylvía Hall skrifar
Bieber og Billie Eilish eru ekki á flæðiskeri stödd.
Bieber og Billie Eilish eru ekki á flæðiskeri stödd. Skjáskot
Ungstirnin Billie Eilish og Justin Bieber eiga það sameiginlegt að vera um það bil vinsælustu tónlistarmenn heims um þessar mundir. Nú hafa þau gefið út nýja útgáfu af einu vinsælasta lagi Eilish.

Billie Eilish er sautján ára gömul og var því aðeins átta ára þegar Bieber steig fyrst fram á sjónarsviðið. Hún var mikill aðdáandi söngvarans og tjáði sig meðal annars um ást sína á honum í viðtali við Ellen DeGeneres þar sem hún nánast táraðist yfir þeirri staðreynd að söngvarinn hefði byrjað að fylgja henni á Instagram.

Það má því segja að ákveðinn draumur hafi ræst þegar söngkonan hitti Bieber loksins á Coachella tónlistarhátíðinni í vor. Í fyrstu var hún nokkuð feimin áður þau féllust í faðma. 



 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by @billiesloverss on Apr 15, 2019 at 2:49am PDT



Nú hafa þessar stórstjörnur sameinað krafta sína og gáfu þau út nýja útgáfu af hinu geysivinsæla lagi Bad Guy. Myndin sem notuð er við lagið er af ungri Eilish þar sem hún stendur fyrir framan vegg skreyttum með plakötum af Bieber og birti hann myndina á Twitter-síðu sinni og sagðist vera „svo stoltur“ af henni. 





Hér að neðan má hlusta á lagið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×